29.11.2016 kl. 15:08
Ég hata og fyrirlít
Alla þá sem telja sig hæfa til að dæma um og ákæra í hver sé rétt eða röng, góð eða vond hugsun eða orðræða. Slíkir eru í hópi þeirra sem brenndu Giordano Bruno á báli, og senda skyldi slíka í Gúlag.
Ég er ekki skoðanabróðir Jóns. Þvert á móti og alls ekki. Efast um að hann myndi verja minn málsrétt. Meðan við verjum ekki málsrétt þeirra sem okkur leiðist, höfum við ekkert með málfrelsi að gera, svo vitnað sé í Voltaire.
Kærðu mig nú, Íslands KGB.
Ps. Hatursorðræða er léleg snörun fávita, sem ekki kunna Íslensku, á hugtakinu Hatursegð.
Ps2. Fæstir Umskiptinga vita hver Giordano Bruno var eða hvert innlegg hans var í heimsmynd samtímans. Þeir eru svo vel ríkis-menntaðir.