29.11.2016 kl. 13:52

Hananú sagði hænan

Fyrir utan að maður er að upplifa tilfinningatjón, eftir áralanga neyslu eggja sem manni fannst góð því maður trúði að þau væru góð og með hugann við hugsanlegan rétt á miskabótum vegna þessa tilfinningalega áfalls:

Margir mæla því bót þessa dagana að sniðganga þessi egg til að refsa framleiðanda
fyrir lygar og blekkingar. Sem aftur vekur tvær spurningar
.

Hvers vegna vill enginn sniðganga kerfin sem hafa brugðist okkur síðasta áratuginn? Er eitthvað að marka faglega ábyrgð eftirlits-aðila?

Sem aftur minnir mig á bókina „Varðmenn kvótans“ sem er einmitt frásaga af faglegri ábyrgð eins og höfundur kynntist henni hjá einni fágaðri eftirlitsstofnun. Við erum alin upp við að trúa á faglega ábyrgð embættisfólks, en hver hefur eftirlit með eftirlitinu?

„Ég hefi verulega áhyggjur af þessu.“ Var algeng athugasemd Steingríms heitins Hermannsonar, þegar mikið lá við.