7.11.2016 kl. 10:18

Samsærið um Sigmund, eða ekki

Það sem er erfiðast í stöðunni, Með Sigmundi, Móti Sigmundi, Sama um Sigmund; er að greina rúllupylsuna í sneiðar. Í fyrsta lagi eru margir reiðir í garð Framsóknar fyrir að lofa upp í ermina á sér vorið 2013.

Hvað sem segja má um Sigmund þá reyndi hann að standa við loforðið sem þó hvorki efndist sem þorskur né ýsa og margir sem græddu á hinni svokölluðu skuldaleiðréttingu, áttu það síst skilið.

Svo voru margir ósáttir við að vera þvingaðir til að nota ræfrænu skilríkin hans Árna Sigfússonar (og margir vita hvers konar spillingu hann stóð fyrir í Reykjanesbæ) og fólki þótti allur frágangur þessa máls vera slæmur. Með öðrum orðum, þá varð fólk fyrir stórfelldum vonbrigðum.

Að hengja bakara fyrir smið er alltaf vinsælt þó vitað sé
að rétt sé að hengja kokkinn. Hvað sem það ný merkir.

Næst er það Framsóknin sjálf, en síðan Steingrímur heitinn hætti í stjórnmálum hefur Framsókn verið sviptivindasöm á milli þeirra sem vilja standa fyrir góð og traust gildi á móti þeim sem virðast halda að skoðanir hafi verðmiða. Allir vita hvað Skinney Þinganes er, nú eða hitamælarnir og bílaskoðunarstöðvarnar. 

Bara þetta tvennt hér að framan, þó sumt af því sé undir rós, minnir okkur á hversu margir meðal þjóðarinnar líta niður á Framsókn og margir innan Framsóknar eru eðlilega viðkvæmir fyrir hvað þjóðinni finnst og því er áberandi stjórnmálamaður á borð við Sigmund þægilegt skálkaskjól.

Þá kemur skattaskjólið umdeilda. Þó bæði Sigmundur og Anna hafi gert grein fyrir sínu máli og margir aðrir rýnt í það, s.s. ítarlega umfjöllun Guðbjarnar Jónssonar, þá virðast mörgum vera slétt sama; skattaskjól sé glæpur og hananú.

Guðbjörn hefur gert grein fyrir sínum rannsóknum bæði í rituðu máli og myndskeiðum. Þó sumt af því gæti virkað flókið í augum margra, þá held ég að fólk sem setji sig heiðarlega inn í að skoða það mál sjái að Kastljós umfjöllunin fræga var hreinn og klár áróðursspuni.

Skattaskjól er samt glæpur í augum fólks og það minnir óþægilega á þá miljarða sem vitað er að banksterar stálu frá þjóðinni og komu undan. Skiptir þá engu þó aflandseyjar séu ekki samasem glæpur heldur tól sem öll ríki og öll alþjóðafyriræki nota í milliríkjaviðskiptum og alþjóðapólitík. 

Með öðrum orðum þá ættu allir að vita hvernig nota má byssu í tvennum tilgangi, að veiða sér til matar eða myrða fólk. Það gerir ekki byssueign að sjálfkrafa glæp og það er eins með aflaandseyjar sem oft nefnast skattaskjól, að þetta eru verkfæri.

Fæst okkar eiga eða hafa handfjallað byssu og það er eins með aflönd.
Þetta viðhorf vill þó fólk ekki setja sig inn í
.

Samanber það sem ég hóf pistilinn á, þá eru fæstir til í að setja sig svona djúpt í málin Það dugar flestum að trúa (eða vita) að stjórnmálin okkar eru gjörspillt og oft flókin og það skiptir engu hvort elítan hefur smiði, bakara eða kokka; best að hengja hvern þann sem hikar í viðtölum - því allir sjá að hikið merkir lýgi, ekki satt?

Loks eru margir sem rýnt hafa í störf Sigmundar og vilja meina að hann hafi forðað okkur frá skrifræðinu í Brussel og að hann hafi einnig forðað okkur frá snjóflóði Snjóhengjunnar og jafnvel einhverju fleiru. Best er að vísa hér í viðtal Guðbjarnar við Klagemauer Tv frá því í sumar. Hef sjálfur hlustað tvisvar á það og lærði meira í síðari hlustun en þeirri fyrri.

Persónulega held ég að eitthvert skuggavald sé að setja Sigmund til hliðar af einhverri ástæðu sem ekkert okkar þekkir, og hugsanlega of flókið til að setja sig inn í ef maður hefur tök á því. Þetta hef ég margfjallað um í myndskeiðum mínum á túbunni og hef engu við það að bæta. 

Ég hef þó áhuga á þessum nýja snúningi. Síðan Axel Pétur Axelsson reið á vaðið að stofna FrelsiTV til að fjalla um samsæriskenningar - og ég er sekur um að framleiða nokkrar sjálfur - sést að dropinn er að hola steininn. Sífellt fleiri eru að fjalla um hugsanleg og stundum ímynduð - og stundum raunveruleg - samsæri og velta málum fyrir sér með nýjum hætti.

Er það vel, því þrívídd er betri en tvívidd þegar rýnt er í málin. Við höfum verið alin upp við að geta ekki rýnt í flókin mál og djúp, en kannski er það einmitt eitthvað sem við þurfum að temja okkur. Mín reynsla er sú að betra sé að rýna í málin og hafa rangt fyrir sér - og taka leiðréttingu - heldur en að þora ekki að taka til máls og hafa rétt fyrir sér. 

Ég hef verið að velta þessu Sigmundar máli fyrir mér, að nýju, sérstaklega vegna Úlfahópsins. Þar eru ég og fleiri að reyna nýja leikfléttu í stjórnmálum og ætlum okkur stóra hluti síðar meir. Það segir sig sjálft, ef maður ætlar að rýna djúpt en um leið að hafa samskipti við fólk sem bregst frekar við yfirborðskenndum dramafléttum en vel ígrunduðum pælingum, að framundan er torfæra.