21.10.2016 kl. 17:27
Það sem stjarfur temur, barnið lærir
Gaman að fylgjast með þegar Lýgveldisfólk ætlar að kenna börnum sínum, í gegnum kerfis-aðferðir, að leggja ekki í einelti. Meðan fullorðna fólkið, og þá sérstaklega teknókratarnir, eru önnum kafnir frá morgni til kvölds að leggja annað fólk í einelti og jafnvel rúsa lífi þess, og þeir sem eiga sárt um að binda eða eitthvað til að kvarta yfir fá enga rödd.
Svo vitnað sé í Sölva Helgason, þegar hann lýsti sínum eigin samtíma; „Ég er gull og gersemi.“ En eins og allir vita var hann settur í fangelsi og lífi hans rústað fyrir það eitt að hann leyfði sér það sem alla langaði en enginn þorði; að þvælast á milli hreppa án leyfisbréfs.