6.10.2016 kl. 15:08

Valdstjórn, valdstjórn eða VALD-STJÓRN

Fyrsta hlutverk ríkis er að standa vörð um hagsmuni borgara sinna. Þetta hefur Lýgveldið margbrotið frá fæðingu sinni og með einstökum yfirgangi síðasta áratug. Annað hlutverk ríkis er að vera félag um farsæld þjóðar sinnar; það krefst samnings.

Samningur sá sem við nefnum Stjórnarskrá Lýðveldisins, er einhliða félagssamningur elítunnar við Íslenzka þjóð; samningur sem henni var seldur með lýgi og viðhaldið með lýgi. Þjóðin hefur aldrei haft aðkomu að ritun - né riftun - samningsins.

Þá hefur Ríkið - eða Lýgveldið - einkarétt á innrætingu þegna sinna, sem fyrir vikið hafa enga innsýn í fyrrgreindan samning, né þjálfun í lagalæsi, hvað þá heldur að þeir sjái í dag muninn á menntun og innrætingu. 

Í krafti hvaða laga leyfir Skjalavaldstjórnin sér að leyfa erlendu ríki að svipta Íslenzkan ríkisborgara forræði og uppeldisfrelsi yfir barni sínu sem einnig er Íslenzkur ríkisborari, hvað þá stórfjölskyldu hennar eða þjóðinni allri. 

Gott væri að spyrja sjálfan sig; hvenær kemur röðin að mér?

Ekki endilega varðandi barnið þitt, heldur einnig hvort þig megi aflífa ef þú verður veik(ur) eða hvers virði augun þín eru ef þú dirfist að fara á Austurvöll í frið og spekt að láta skoðun þína í ljós. 

Því spurningin snýst ekki um hvort við höfum skoðanafrelsi, ferðafrelsi, búsetuval eða atvinnufrelsi. Heldur hitt að meðan Ríkið ákveður einhliða hver réttur þinn er, og sviptir hvern þann sem því sýnist réttindum sínum, og meðan þjóðin situr hnípin við imbakassann og safnar fyrir uppskrúfuðum reikningum; þá er hér ekkert val, ekkert frelsi, og ekkert lýðræði; heldur kúgun lýgræðis og heilaþvottar.

 

E.S. Ég tók sérstaklega fram Stjórnarskrá Lýðveldisins, því Stjórnarskrá Þjóðveldis er allt annars eðlis. Nú þegar liggur fyrir Héraðsþingum og Allsherjarþingi, tillögur að mannréttindaákvæði og umræða um þau í fullum gangi. Þar er sérstaklega tekið fram að framsal ríkisborgara Þjóðveldis til annars ríkis er með öllu bannað. Ennfremur er þar sérstaklega bannað að elítan riti samninginn einhliða og getur þjóðin rekið elítuna.