29.9.2016 kl. 21:49

Ef Lýgveldið væri [ekki] Mafía

Ef útreikningur á vísitölu verðbólgunnar og ef formúlan sem verðtryggingin hvílir á er rangt útreiknuð síðasta hálfa árið; þá eru allar greiðslur lána á sama tíma rangar. Mun einhver þora að láta á það reyna? 

Í landi Íslands-Quislinga ræður mafía yfir steinlímdum skríl sem nefnist stundum lýður og stundum "fólkið í landinu" eftir því hvaða Uppvakningur stendur í messustól. Í Þjóðveldinu eru allar skuldir ólöglegar sem stofnaðar eru fyrir 10. desember 2012. 

Til umræðu er um þessar mundir að breyta því ákvæði stjórnarskrár og flytja dagsetninguna fram í 10. október 2016.

Ennfremur er ákvæði í stjórnarskrá Þjóðveldis sem tilgreinir að þjóðin ræður því sjálf hvort hér sé verðtrygging eða ekki og einnig hverjar vaxtaprósentur skuli vera. Ef Lýðveldið veitir ekki borgurum sínum sömu völd, þá er um Lýgveldi að ræða sem stýrir þegnum.

Væntanlega myndi slíkt kerfi úthluta sjálfu sér einkarétt á menntun þegna sína, og skilgreina sömubókarfræðslu handa þeim og eftir útskrift stýra þeim með fyrirsagnafjölmiðlun. Í slíku mafíukerfi myndu erfiðar raddir vera dímoniseraðar og fólk sem ekki hugsar rétt missa frama sinn og heimili. 

Er þetta samsæriskenning eða lýsing á samtíma okkar?