4.5.2016 kl. 03:27

Afsakið frekjuna en ég told you so

Hef aðeins eina athugaemd við fréttina, enda hef ég gólað og galað um þessi ósæmdarhjón í þó nokkurn tíma, eins og landsmönnum öllum mun kunnugt. Þeim sem misst hafa af, þá er auðvelt að finna allt mitt efni tengt á forsíðu „not.is.“

Ólafur hefur engan heiður, enda felldi hann stjórnarskrá Lýgveldisins úr gildi - og þar með stjórnkerfið allt - sumarið 2013. Athugasemd mín er einföld; hvers vegna minnist fréttin ekki á þriðja ríkisfang eiginkonu ÓRGsins?

Ef þú hefur þrenn ríkisföng, greiðir þína skatta eins og þér sýnist þar sem þér sýnist og lýgur opinberlega með sykursætu brosi, meðan maki þinn slettir súru skyri framan í skrílinn; hverju þessara ríkja ertu þá trú?

Eitt sinn var hrópað á Austurvelli „endurreisum forn gildi“ en það þýðir lítið í heiðskýru og heilaþvegnu kotríki umskiptinga, þar sem allir fá fría menntun - lærðir á eina bók sem ekki má efast um - og innprentun sú er skylda.