6.4.2016 kl. 00:55

Heftu þig við stólinn drengur og spyrntu við fæti

Hver sá sem nennir að grúska í Panama skjölunum, sér hvaða stofnun og hvaða auðmaður á hagsmuna að gæta af þessum svonefnda skjalaleka, sem rétt væri nefndur skjalafána. Leggi sá hinn sami á sig að rýna í hvaða aðilar standa að rannsóknum skjalanna, og hvernig að því er staðið, mun sá sami komast að niðurstöðu sem ósögð skal látin hér.

Fólk almennnt hefði gott af að spyrja sjálft sig, sérstaklega með hliðsjón af opinberu skyrkasti frá þriðja stærsta landráðamanni Íslandssögunnar, í garð forsætisráðherra, hvaða armar elítunnar takast á og hvað er ósagt látið á milli línanna.

Þá hefði upplýstur almúginn gott af að spyrja sig, því árásin er gegn fleiri þjóðríkjum en okkar - en ekki gegn þeim einstaklingum sem eru blórar hennar - hversu voldugur slíkur auðmaður gæti verið, að leggja í breiðsíðuárás úti um allan heim svo til samtímis.

Ekki síst væri gagnlegt fyrir fólk að spyrja sig hvernig ónefndur auðmaður gæti átt hagsmuna að gæta í annaðhvort Icesave eða Snjóhengjunni, að ekki sé minnst á hugsanlegar styrkveitingar til aðila sem hugsanlega gætu tengst stjórnarandstöðufólki og öðrum Evrópusambandssinnum.

Ekki má undan stinga, að allar upplýsingar sem nú eru til umræðu, hafa verið þekktar lengi og þeim öllum verið svarað skilmerkilega. Hverjum sem vera skyldi, sem fylgist með þó ekki væri nema helstu heilaþvottamiðlum, ætti að vera ljóst hvers konar þjóðfélagsverkfræði hér er á ferð.

Allir vita skoðun mína á stjórnmálum Lýgveldisins og óþarft að fara út í „styðurðu þennan flokk eða hinn“ því ég hef margoft gert því skil víða, hver afstaða mín er í stjórnmálum og samfélagsmálum.

Ég sé hins vegar þegar landið - og menning þess - er undirlögð erlendri árás, og ég sé hverjir eru raunverulegir landráðamenn; og ég sé rétt eins og þú hlýtur að sjá, hvernig spilað er á tilfinningalíf fólks í annarlegum tilgangi.

Að lokum langar mig að spyrja eftirfarandi spurninga - áður en upp úr sýður hjá lesanda, yfir að ég skuli eina ferðina enn leyfa mér rangar samtímaskoðanir:

Þetta er auddað allt saman Sigmundi að kenna, á einhvern veginn. 

Góðar stundir, og lifi Endurreist Þjóðveldi.