30.3.2016 kl. 06:51
Hvert snúa sjómenn sér ef búið er að deyða hafið,
„Ég var sjómaður þegar það var enn fiskur í sjónum,” sagði einn þeirra, Fahran Abdisalam Hassan. Ég hef ekki rannsakað mikið af fræðsluefni um ástandið í Sómalíu, eða í hafinu þar fyrir utan, en nóg samt. Allt sem okkur er sagt um ástandið þarna er áróður og ímyndablekking.
Jæja, kannski bara níu tíundu, en þessi frétt er augljós ímyndaspuni, ef rýnt er í orðalag hennar og sálfræði. Við þessar aðstæður hefði varðskipið ekki snúið frá, heldur slökkt á öllum talstöðvum og gert atlögu.
Talsvert er höfðað til viðkvæmrar dramakenndar vesturlandabúa, og þeir minntir á hversu dýrmæt lífsþægindi þeirra eru, og ekki síast að mannréttindi sem þeir hafa aldrei barist fyrir séu einhvers virði. Reyndar hefurðu ekki mannréttindi ef þú hefur viðurkennt rétt annarra til að skilgreina þau.
Fyrir utan að orðið sjálft er blekking; því þú getur bara haft borgararéttindi.
Hver er lögsaga Sómalíu og hvers vegna eru ZíoNató veldin búin að rústa landinu og efnahag þess? Hvers vegna er því logið í okkur að landið sé í rúst vegna náttúrulegra innanlandsátaka?