10.12.2015 kl. 04:29

Ef ríkið er ólöglegt þá eru dómar þess ólöglegir

Eins og allir vita sem læsir eru á stjórnarskrá, skilja eðli hennar og hvers undirstaða hún er, og fylgst hafa með starfsemi Ríkisþingsins síðustu ár, vita; þá er núverandi ríkiskerfi á Íslandi ólöglegt.

Hef ég áður rökstudd þetta með einföldum og óyggjandi hætti, svo óþarft er að útskýra þann grunn nánar. Mér þykir þó eftirtektarverð sú sálfræðilega staðreynd að lýgin er of stór - eða virðist of stór - til að fólk geti skilið vægi hennar.

Eitt vægi hennar er þetta: Frá 11. júlí 2013, hafa allir dómar í dómskerfi Lýðveldisins Íslands verið ólöglegir, því engin gild stjórnarskrá er í landinu. Mesta ógn vorra tíma, sem oft er skammstöfuð ÓRG getur væntanlega upplýst þetta mál, þó ekki væri nema til að endurheimta heiður sinn.

Sannaðu að ég hafi rangt fyrir mér.