2.12.2015 kl. 00:45
Ef trúin deyr deyja jólin með
Með fullri virðingu fyrir Íslendingum sem misst hafa trú á jólasveinana eða gleymt hvers vegna tröllin björguðu jólunum. Íslenzkir kunna enn að tala við tröllin og umgangast bæði álfa og dverga. Það er dulúð á landinu okkar sem sýn þarf til að sjá.
Viðhengd jólasaga er frösögn af því hvernig einn íslenzkur fann jólin aftur og kynntist þeim mögnuðu vættum sem staðið hafa vörð um innihald hinnar fornu ljósahátíðar.
Hátíðar sem er eldri en svo að nokkur trúarbrögð geti hjúpað.
Það er með slíkt eins og svo margt annað; ef við vöxum upp úr barnshjartanu, og gleymum að nota mystík og dulúð, þá missum við af fjöreggi sálna okkar, sem í sögunum býr.
Ég hef sagt mörgum börnum þessa sögu, bæði þar sem hún gerðist og inni í raflýstum bæjum. Sum þessara barna teljast fullorðin. Flest þeirra gátu endurlífgað trú sína á jólasveinana, endurtengst visku trölla, og öll kunna þau í dag að njóta jólanna eins og þau voru fínstillt.
Það þarf ákveðið skref innaní sálinni til að læra söguna - á sinn hátt - og endursegja hana; ég lofa því að það er meira virði en þúsund innkaupaferðir eftir jólagjöfum. Hvernig á ríkisrás sem býr að gjálfri án sýnar, að geta skapað?
Til er jólaleikur sem er þannig; finndu út hvar hver jólasveinn og tröllskessa býr eftir nöfnum þeirra.
Öll börn sem klára jólaleikinn og nota hann árlega, á hvaða aldri sem vera skal, læra nöfn fjalla og héraða landsins eins og Umskiptingar læra eltingaleik við litprentaðan pappír og að finna hlutagjafir með verðmiðum.