12.11.2015 kl. 14:53
Fésbókin lokar á bloggara
Síðustu daga hefur Facebook ekki leyft notendum á blog.is að deila færslum eða Like'a færslur. Skilaboðin eru á þá leið að Fésbókin flokki blog.is sem hættulegt vefsvæði.
Sem er vel skiljanlegt, því þetta er eina vefsvæði landsins þar sem grasrótin hefur - hingað til - getað tjáð sig sæmilega opinskátt.
Auðvitað er ljóst að um samsæri er að ræða. Alþingi og Ríkisstjórn hafa verið ólögleg síðan í júlí 2013. Stjórnarskrána hefur forseti Lýðveldisins fellt úr gildi. Allar ákvarðanir stofnana og dómsvalda eru ógildar frá þeim degi.
Jafnvel þótt kosið yrði um breytingar næsta vor, 2016, þá verður sú kosning einnig ógild. Reyndar var þingkosningin 2013 ógild, samanber að hún var margkærð en það aldrei tekið fyrir.
Þessu má ekki deila áfram. Vittu til, fésbókin hefur verið beðin um að gera greinar mínar um þetta ódeilanlegar. Kannski það sé tímabært að ég færi færslurnar sem flettu ofan af þessu yfir á hreinberg.is og gá hversu fljótt þær verða ódeilanlegar?
- Áætluð landráð Elítu og Skuggavalds
- Sitjandi stjórnvöld eru í trássi við stjórnlög Lýðveldis
- Núverandi Alþingi og Ríkisstjórn eru ólögleg
Þeir sem vilja uppskurð á spillingunni fá ekki betra tækifæri til að vekja þjóðina til vitundar um að stjórnarskrá Lýðveldis var og er blekking, að allir spunar um stjórnarskrá síðan 1944 eru blekkingarspunar, og að samningurinn sem hún á að vera hefur hvorki kennitölu né varnarþing og því ógildur samningur.
Maður ræðir þetta við þá sem hafa verið iðnir síðustu átta árin að gagnrýna elítuna og stjórnvöld og þeir yppa öxlum og tuða meira. Sem minnir mig á setninguna controlled opposition og einnig orð á borð við hentugir kjánar.
Fyrir þá lesenda minna sem fylgst hafa með hreinberg.is þarf ég e.t.v. að útskýra hvers vegna lítið er um nýjar færslur þar. Satt að segja veit ég það varla. Ég hef aðeins fókusað á að tuða smávegis hér á blog.is nú í sumar og haust.
Einnig hef ég verið mjög afkastamikill í myndskeiða upptökum, bæði á ensku og íslensku. Er ég með sitthvora rásina til þessa, enda efnistök gjörólík.
Satt að segja hef ég ekki nennt að setja saman texta undanfarið og er í vissri stillu með það. Er að nota myndskeiðin til að hreinsa út úr skápnum, á vissan hátt, meðan ég undirvitundin hugleiðir stefnubreytingu.
Mig langar að snúa mér frá heimspeki, trúarhugleiðingum, og ádeilum, og reyna við skáldsagna vafstur. Veit ekki hvort ég geri það en er að hugsa það. Fyrst þarf þó að hreinsa ósagt út.
Dagréttað - viku eftir ritun þessarar færslu opnaði aftur fyrir að deila blog.is á fésbók.