4.11.2015 kl. 21:31

Rúlletta með rofa gengur alltaf rétt

Ljóst er að kreppan á landinu er búin. Margt bendir til þess. Þó er um það hvorki samræða né umræða. Verðhjöðnun fæddist í fyrra en hún hefur verið vandlega falin með einhverjum skrúfum sem mig skortir háskólapróf til að skilja.

Líklega gæti ég rökrætt það en dugar að benda á það fyrir þá sem vit hafa á. Einnig er ljóst að Alþingi og Ríkisstjórn eru ólögleg en það virðist öllum vera sama um að keisarinn er kviknakinn.

Því er ljóst að öll umræða um lög, þing, stjórnarskrá, og lýðræði, hérlendis er blekkingarspuni sem allir taka þátt í. Héðan í frá skil ég því að þáttaka mín í þeim hrunadansi er orkusóu og grínið er á minn kostnað.

Verðhjöðnun hef ég ekki bent á í eldri skrifum né ræðum - enda er mér slétt sama hvort hér sé verðbólga eða hjöðnun. Ég hef löngu áttað mig á því að ekkert þýðir að benda landanum á efnahagsblekkingar og spuna. 

Stjórnlagapælið hef ég mikið rætt um við marga og dugar að benda á allskyns efni á hreinberg.is og hér á gudjonelias.blog.is. Rétt sisona svo lesandi viti hvað ég á við þegar ég segi ríkið vera ólöglegt, að ég hef rökstutt það ýtarlega og óhrekjanlega.

Hins vegar vita fáir að búið er - í annað sinn á fimm áratugum - að selja land og þjóð. Fyrri salan fór fram árin '65 til '69. Um þetta hef ég rætt í Djúpköfunum á FrelsiTV en gerði myndskeið fyrir fáeinum dögum þar sem ég útskýrði síðari söluna, en hún fer fram um þessar mundir.

 

 

Þetta tengist allt saman. Vaxtahöndlun Seðlabanka - valdamestu stofnunar landsins - hefur ekki gengið upp í mínum huga né margra annarra árum saman. Spádómar bankans og hagfræðinga hans hefur yfirleitt minnt meira á faglegt þvaður í oflyfjuðum spámiðlum en einhverju marktæku.

Ljóst er að landinu er haldið í spennitreyju og þá eru vextir og stjórnmál aðeins lítill hluti þeirrar þjóðfélagsverkfræði. Ég held að um stærri spuna sé að ræða en margan órar fyrir og satt að segja verð ég að koma fram með eina niðurstöðu:

Til að reyna að spá í hvað sé í gangi hér síðustu tvær aldirnar þurfi að fara svo djarflega út fyrir rammann að ekki einu sinni mín orðræða sé lengur skrýtin. Ljóst er að Elítan þjónar skuggavaldi sem enginn veit hverjir eru né hvers hagsmunum þeir þjóna. 

Mér hefur undangenið ár verið tíðrætt um þessa vangaveltu, sem er mikið tengd við hugtakið Umskiptingur. Mest hefur sú umræða farið fram í myndskeiðum en eitthvað gæti verið á hreinberg.is.

Dagljóst þykir mér að meðal okkar alþýðufólks býr engin skapandi hugsun eða raunrýni til að sjá í gegnum sortann - er ég ekkert undanskilinn þeim hóp. Hvert við stefnum, veit ég ekki. Ég veit þó að stíga þarf á allar hugsanlegar bremsur, rekja upp spunana, og byrja að fitja uppá að nýju, hvarvetna.

Því miður virðumst við vera of steinrunnin sem þjóð til að skilja hvernig skapa megi slíka samræðu eða virkja hana. Ég hef lagt mig fram frá því 2012 að leggja minn skerf á þær skálar, en mér sýnist að við sem viljum samræðuna séum öll svo upptekin af „mín lausn, mín lausn, mín aðferð“ að við heyrum ekki hvert í öðru.

Örugglega eru allir búnir að læra af kreppunni það sem þeir eru færir um. Hið versta er; þau okkar sem sjáum í gegnum revíuspilið og saurinn erum kjöldregin með ykkur hinum sem ...