3.11.2015 kl. 17:20

Ef þú sérð ekki lýgina þá heppnaðist hún

Allt sem þessi stúlka segir er satt og rétt, á því er enginn vafi. Útlit hennar er stórfenglegt, um það er engum blöðum að fletta. Kjarkurinn í síðustu tveim myndskeiðum, tilfinningasöm og óförðuð, er ótvíræður.

Farðu aðeins dýpra undir húddið. Sjáðu fagmennskuna í myndatökum, nákvæmnina og sjálfsöryggið í klippingum myndskeiða, sjáðu hversu vel mótuð og fáguð framsetning er í líkamstjáningu, orðavali, tónáherslu, og samsetningu orðræðu.

Segðu mér svo að þetta sé allt saman sett saman af átján ára stúlku sem ákvað tólf ára að slá í gegn á samfélagsmiðlum

Ég skrifaði nýlega færslu sem heitir Ærslagangur án innihalds á Túbunni, sem hugleiðing við frétt af skyldum toga. Fyrir áhugasama um áróður, ímyndaspuna, framsetningu, blekkingar er þess virði að staldra við þá grein og tengda frétt og tengja nokkra punkta.

Ekkert er eins og við Höldum að það sé, og það er alltaf einhver sem græðir á meitlun hugsunarháttar. Spurningin er, hver er meitlunin hér? Því ég sé strax í það minnsta þrjá spuna. 

Fyrst má nefna að þú veist núna, sérstaklega miðað við fréttina sem ég minntist á, að þú getur grætt á að verða frægur á samfélagsmiðlum. Hver er ekki til í það? Skítt með innihaldið.

Þá má nefna hvaða eini samfélagsmiðill er nefndur á nafn, ítrekað, en enginn annar. En um leið sjáum við að hún lýsir frati í Túbuna og opnar svo rás á Vimeo. Subliminal? Hver veit - því samfélagsveitur bítast um fólkið sem vill slá í gegn.

Að síðustu má minna á að skuggavaldið að baki elítunni elskar að hafa okkur onlæn. Því þar tuðum við og tuðum, eyðum tíma okkar í óþarfa, og erum í verki til friðs, meðan við tökum við mötun og týnumst í athugasemdaskvaldri.