6.9.2021 kl. 15:03

Tilvistarþreyta horfinnar siðmenningar

Ég ætlaði nú ekki að skrifa neitt í dag. Ég er eins og allir hinir, farinn að smitast af tilvistarþreytunni sem gripið hefur siðmenningu kákasus menningarinnar. Hvort sem þú ert covid skrímsli eða mítú þurs, skiptir engu; Það er enginn lengur með neinar ferskar hugmyndir um neitt.

Ríkið hefur breyst í "genocidal maniac" og vísindin hafa breyst í slagarakennda dulspeki. Enginn veit lengur hvað hann er, hvers vegna hann er, hvaðan hann kemur eða hvert hann stefnir.

Fólk heldur dauðahaldi í heimsmyndina sem síðustu sjötíu ár byggðu upp, í þeirri "altrúísku" von að þetta reddist, og stinga hausnum svo í bólusetninga-sandinn eins og góðir strútar, flestir óvitandi um að vask númer Piparkökudrengsins (sem sjálfur heldur að hann sé forseti) er í framleiðsluflokknum fiðurbóndi.

Meginstraumurinn sér ekki að hann er risastór Medúsugarður af steingerðu mannfólki sem aðhyllist fallna heimssýn Húmanismans, og hegðar sér meir eins og sértrúarsöfnuður en upplýstur hópur siðaðs fólks. Á meðan reynir sértrúarsöfnuður Covid andstæðinga að vekja myndastytturnar til skilnings á tölfræði og líffræði, sjálfur blindur á að sértrúarsöfnuður meirihlutans sér þau sjálf sem öfgakenndan sértrúarsöfnuð.

Svo er nottla ég. Sem veit allt sem skiptir máli að vita og kann skil allra hluta og svo rammt ber að viskunni að þegar ég hef rangt fyrir mér er ástæðan sú að þú, myndastyttan, misskildir viskuna eða útskýringuna.

Þórbergur Þórðarson fann upp þennan húmor. Þú veist það ef þú hefur lesið Bréf til láru, annað dýpsta heimspekirit tuttugustu aldar. Sem fyrr segir, þá ætlaði ég ekkert að þrasa í dag. Var nýbúinn að skrifa á Facebook "Ég nenni ekki að gera grín að Píramídamenningunni í dag. Sorrý."

 

Svo sá ég fyrirsögn sem lá vel við höggi.

 

Eitt að lokum: Ég legg til að Karþagó verði lögð í eyði. Ástæðan er augljós:
Lygara plága. Plat smit. Eitursprautur. Skálduð dauðsföll. Hrunin siðmenning."