5.9.2021 kl. 15:43

Börkismi sem móteitur róttækrar félagshyggju

Í lok átjándu aldar skrifaði stjórnmálaspekíngurinn Edmund Burke talsvert mikið um eðli félagshyggjunnar og hvernig hún myndi eitra menninguna og rústa siðmenningunni ef raunsætt fólk myndi slaka á verðinum.

Ég hefði getað sagt sofna á verðinum en þá hefði ég gefið sumu fólki opið spil, fólki sem ég er einn um það á heimsvísu að gagnrýna. Það er jaðarstraums fólkið sem heldur að það hafi einhvern sannleika vegna þess eins að það hefur sannað lygar sem meginstraumurinn aðhyllist.

Ég tek ekki undir með jaðarstraumnum þegar hann ákallar meginstrauminn um að vakna því það er ekki hægt að vekja þau sjálf. Orðin "einn um það á heimsvísu," merkir, einn um það innan jaðarstraumsins sjálfs að gagnrýna sannleikstrú hans.

Síðasta færsla mín var helguð því að gagnrýna þróunarlíffræði Marxismans. Langaði mig að bæta við þá færslu fáeinum orðum og benda á að til er fólk sem rífur þráttunarefnishyggjuna og róttæka félagskenningu hennar í tætlur. Edmund Burke er einn þessara penna og þeir sem hafa kynnt sér heimspeki hans þekkja þetta vel.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að höfundar og kverúlantar (Commentators) sem benda fólki á hvernig Marxisminn er að rústa undirstöðum siðmenningar okkar, sem er menningin, hafi gott af að kynna sér höfunda sem varðað hafa ábyrga leið hlutbundinnar hugsunar, án tillits til orðafroðu fyrirsagnafræði og slagara þykjustuvísinda frá hugveitum á borð við World Economic Forum (W.E.F.).

World Economic Forum var stofnað sem hugveita á vesturlöndum á sama tíma og Frankfurt skólinn bjó til sextíuogátta kynslóðina sem var á svipuðum tíma og Richard Dawkins skrifaði Eigingjarna genið (Selfish Gene). Maður sem hafði yfirborðsþekkingu á líffræði og breytti henni í félagsfræðiáróður.

Aðal fjármögnun aðila á borð við Soros, Buffet og W.E.F. kom frá Sovéskum sjóðum, að undirlagi menningarstofnana Sovétríkjanna sem höfðu það að markmiði að umbreyta menningu Vesturlanda á þann veg að siðmenning okkar myndi hrynja. Þegar CIA njósnarinn Gorbachev lagði niður Sovétríkin, í trássi við vilja almmennra kosnínga hálfu ári áður, vöknuðu Kínverskir Marxistar upp við vondan draum.

Ég sæi í anda Jósef Bæden gera hið sama,
"frá og með deginum í dag leysi ég upp Bandaríska ríkjasambandið."

Áratug síðar voru þeir búnir að endurhanna sömu aðferðafræði og nota sína eigin sjóði til að yfirtaka Marxískar hugveitur og fjárfestasjóði á vesturlöndum og yfirfara hvað Sovétmönnum mistókst og straumlínulaga. Þú lifir við árangurinn.

Eitt af því sem er áhugavert í þessu ljósi er að almenningur sem heldur að hann viti eitthvað um líffræði og lífeðlisfræði, sýndi í Covid aðgerðinni að það er ekki hið sama að hafa lesið bókina eða staðist stöðupróf í skóla, eða skilja það sem kennt var.

Flest fólk heldur að Þróunarkenning Darwins séu raunsæ og sönnuð vísindi, að einungis sé spurning um tíma hvenær heitið breytist í Þróunarlýsing Darwins. Þetta sama fólk veit ekki að viðurkenndir og ábyrgir lífræðingar á borð við Stephen Meyer, Michael Behe og Jonathans Wells hafa á síðustu tuttugogfimm árum tætt Darwinismann í sig og sannað með ábyrgri orðræðu að í raun er Uppruni tegundanna eftir Darwin, Þróunartilgáta Darwins.

Einn af mínum uppáhalds rithöfundum er David Berlinski. Hann hefur t.d. tætt í sundur orðræðu Richard Dawkins með bók sem heitir Devil's Delusion sem er mótsvar við bók Dawkins, The God delusion. Hann hefur einnig samið bókina Deniable Darwin, sem er ritgerðasafn sem gerir hið sama og Meyer, Behe og Wells (að öðrum minna þekktum fræðingum ólöstuðum). Áhugavert er við bókina að hann birtir í henni gagnrýni fræðinga á skrif sín og er bæði birtingin, og orðræða gagnrýnenda, afar áhugaverð hlutlausum lesendum.

Fyrir tveim árum kom út bókin "Human nature" frá Berlinski.
Ég fékk eintak í vikunni. Hlakka til að lesa.

Það sem mér finnst áhugavert við bækur Berlinski er að þær eru vandlega heimildaunnar. Hann er fyrst og fremst fræðimaður í heimspeki og vel þekktur fyrir frábær skrif um stærðfræði. Nú myndi efnishyggjubarn segja, "já þú meinar, hann er sumsé ekki líffræðingur."

Marxistabörn trúa nefnilega á vísindamanninn, sérfræðinginn, en eru ólæs á fræðin. Heimspekimenntað fólk hefur sérhæft sig í að setja sig inn í hvaða hugvísinda- og raunvísindafræði sem eru. Eins og kunningi minn sagði eitt sinn, en hann veit allt um íþróttir á landinu, "hvað græði ég á að skilja heimspeki?" Ekki neitt, svaraði ég.

Heimspeki (Philosophy) samtímans eru skilgreiningafræði.

Flestir heimspekingar geta sett sig auðeldlega inn í hvaða fræði sem eru og þeir sem iðka frumspekilegt raunsæi (Metaphysical Objectivity) frekar en efniskennda rökfræði (Physical logic) ná mjög auðveldlega að greina á milli raunvísinda og áróðursvísinda, eða þegar vísindum er breytt í hið síðarnefnda.

Sem dæmi hef ég gaman af að benda á að heimspeki eins og hún er kennd í akademíu Húmanismans, er fyrst og freimst skilgreiningafræði (Conceptual Analysis). Hin raunverulega heimspeki er ekki lengur stunduð en hún er móðir allra vísinda. Húmanistar hafa meðvitað eða ómeðvitað gert umskiptingu á þessu og fáir skilja það. Sem er frumspekilegur farsi.

Ef akademían myndi skipta um nafn á heimspeki yfir í hugtakafræði, þá myndi fyrirsagna menningin sjá hvað átt er við. Hugsanlega. Ef Marxistafræði akademíu og barnaskóla myndi viðurkenna að búið er að sanna að þróunarkenningin er þróunartilgáta, hvernig gengi þá eitursprautu herferðin?

Ef þú lest skrif framangreindra manna um raun-líffræði, og sérstaklega snilldar samantekt Berlinski í bókinni Deniable Darwin sæir þú að líffræðin sannar svart á hvítu að öll genafræðin sem Marxistar á borð við Genakára ástunda, er hreinræktuð dulspeki. Þetta sannaði vísindafræðingurinn John Ioannidis (Sjá tengil1 og tengil2) fyrr á þessu ári; Aðeins 1,2% af genavísindum eru raunvísindi!

Sömuleiðis myndir þú vita að öll vísindi meginstraumsins um Covid eru hreinræktuð dulvísindi (dulspeki) eða menningarsturlun.

Nútímamenning er svo upptekin af að hræra upp í tilfinngasemi félagshyggjunnar að hún tekur ekki eftir eigin hugmyndafátækt, hvað þá þegar ábyrg ríkis- og borgarsmiðja (eða siðmenning) hefur frjálst fall.

Spámaður Guðs lýsti þessu fyrir löngu síðan í Daníelsbók í Biblíunni. Hann líkti nútíma menningu við risa sem hóf farveg sinn á fyrri öldum og voru fætur hans úr leir. Menning þessi óx og varð að risa, hún fór í gegnum bronsöld og járnöld og verkfræði (silfur) og endaði í huglægri tilbeiðslu á eigin greind (Húmanismi, Gullhöfuð). Skyndilega losnaði óformaður steinn raunsæis og staðfestu, hátt uppi í hlíð, og valt niður fjallið, small á leirfætur risans, og siðmenning okkar hrundi.

Eins og Börk benti á; Siðmenning stendur og fellur með hlutbundnu raunsæi, án tillits til smellivinsælda yfirborðsmennskunnar. Þú smíðar ekki borg með vitleysu, þú smíðar borg með ábyrgð og festu, en hún mótast ekki með fyrirsögnum. Hún gerist í kyrrð hins kýrskýra huga. Já, margt er skrýtið í kýrhausnum, en það er ávallt skýrt, þó það skiljist ekki alltaf.

Þetta vita allir sem eitt hafa áramótanótt (nýársnótt) í fjósinu!


Tengill í eintals-myndskeið mitt frá því í morgun, á framangreindum nótum.