14.8.2021 kl. 13:08
Að berjast gegn Covid eða fyrirlíta Covid
Í mínum huga táknar hugtakið "Covid" eina allsherjar sturlun eða geggjun sem gripið hefur alla elítuna og meirihluta almennings um heim allan. Í huga flestra táknar hugtakið plágu sem geysað hafi um heiminn síðan 11. mars 2020.
Veturinn 2008/2009 var mikið um mótmæli, hérlendis sem og erlendis, en frægust voru mótmælin hérlendis sem allar götur síðan hafa verið uppnefnd Búsáhaldabyltingin. Á þeim tíma var mikið um félagsþrýsting m.a. á vinnustöðum, þú áttir að taka þátt og ef þú gerðir það ekki varstu litinn hornauga.
Ég hef aldrei trúað á mótmæli sem aðferð til að rökræða við Faraó. Ég er manneskja og viðheld menningarorðræðu, annaðhvort falla fræin í frjósama mold og vaxa í blessun eða í grýttan farveg sturlunar og djöfulmennsku og visna þar upp.
Sagan hefur kennt okkur að nær alltaf þegar mótmæli verða jafn umfangsmikil og í Austur Þýskalandi 1989 eða á Íslandi 2008/9, eru Gervigrasrótarsamtök sem skipuleggja þau eða hvetja til þeirra og markmiðið er nánast alltaf þvinguð útskipting á fulltrúum Faraós, ekki uppskurður á kerfi hans.
Hægt er að rökstyðja þetta á marga vegu en fáein dæmi duga.
Sósíalistar afhausuðu útvalinn hluta aðalsins 1789 til 1796 í Frakklandi, Lenín, Maó og Kastró gerðu hið sama. Meirihluti möppudýra kerfisins fékk að sitja áfram og voru t.d. leyniþjónustur allra þessara (og beiting gegn borgurum) byggðar á þeim leyniþjónustum sem fyrir voru.
Besta dæmið er sambland sósíalismans og húmanismans á umliðinni öld: Öll akademísk og stjórnarfarsleg kerfi síðan 1919 hafa verið af sama toga, hvort sem það var í einflokkskerfum Sovétríkjanna og Kína eða fjölflokkakerfi Evrópu. Heimssýn húmanismans og útfærsla hins morðóða sósíalisma var og er öll sú sama.
Á framangreindu eru þó villandi útfærslur. Marxistarnir sem vörumerktu Búsáhaldabyltinguna í fjölmiðlum eru þeir sömu og þagga mótmælin sem nú eru í gangi um allan heim! Gervigrasrótin sem þá hvatti til mótmæla tröllast á eftir náttúrufólkinu í athugasemdakerfum.
Í dag þarf maður að hafa mikið fyrir því að fylgjast með milljóna mótmælagöngum sem eru í gangi um allan hinn Kákasíska heim og rýna vandlega til að átta sig á að þá sjaldan að meginmarxistar viðurkenna þær eru nær alltaf taldar fram lygaratölur um fjöldann. Frægasta dæmið var í fyrra þegar einoghálf milljón kom saman á Berlin Alexanderplatz en heimsfjölmiðlar héldu því fram að einungis 17.000 "öfgamenn" hefðu komið saman.
Á hverjum laugardegi kemur fólk saman á Austurvelli og vekur máls á vísindum og menningarfræðum, reglulega koma smágreinar í Marxistamiðlum Íslandselítunnar og gerir lítið úr þessum fámenna hópi dugandi og vel meinandi fólks. Á hverjum laugardegi notar margfalt stærri hópur Internetið til að kíkja á myndir þeirra og myndskeiða-streymi, því þau eiga marga launvini.
Allt er þetta fólk búið að rannsaka vísindin, tölfræðina, lögin og misgengið (Disparity) sem elítan framsetur, allt þetta fólk veit margfalt meira um vísindin en almúginn sem tekur þátt í að gera grín að þeim úr glerhúsi dáleiðslunnar.
Ég kannast við nöfn margra sem koma fram á þessum vikulegu fundum, sum þeirra vita vel hver ég er og hafa spurt mig hvers vegna ég taki ekki þátt (því þau vita að ég dáist að þeim). Svarið er jafnan hið sama, "jafn mikið og ég dáist að baráttu ykkar, hef ég hvorki trú á þessari aðferð, né heldur er ég Covid andstæðingur."
Við sem gagnrýnum ýmislegt erum oft vörumerkt (Branding) með öðrum sem berjast gegn því sem við gagnrýnum.
Að gagnrýna eitthvað er ekki hið sama og að berjast gegn því. Að eiga bandamenn í einhverju málefni er ekki hið sama og að vera með þeim í hóp. Þó Sovétríkin hafi barist með Bretum og Bandaríkjamönnum gegn Hitler, voru þeir þrír aðeins bandamenn um tíma og vegna sameiginlegra hagsmuna: Vígstöðvar þeirra voru aldrei hlið við hlið.
Enginn þeirra sem nú eru að rífast við heimskerfi Faraós hefur nokkru sinni sýnt neinn áhuga á neinu af því sem ég hef barist fyrir í gegnum árin né sýnt neinn áhuga á að skilja neitt af því. Þetta fólk veit ekki að orðræða mín síðan Covid hófst, hefur aldrei verið barátta gegn Covid, heldur endurspeglað fyrirlitningu mína á Faraó og hyski hans frá ögn til heildar.
Þvert á móti hef ég reglulega skrifað í Facebook færslum og sagt í myndskeiðum; "Meira Covid, haldið endilega áfram að sanna orðræðu mína alla!" Ég er sjáðu til, ekki að berjast gegn einum eða neinum.
Eingyðistrúar menn vitna um hvað þeir standa fyrir, hverju þeir trúa, hvað þeir trúa á, hvers vegna það sé svo og þeir treysta umfram allt á Skapara Alheimsins, punktur. Þeir þurfa ekki hreyfingar sósíalismans því Skaparinn þekkir sína. Mengið er stórt og það er hafið upp fyrir einskisverðar uppskriftir kreddanna (eða reglugerðir mismunandi trúarbragða útgáfna).
Umfram allt veit hinn trúaði að það styrkist sem þú streitist gegn og oft eru sömu vættir á bak við megin-aðgerðir og þeir sem hanna mótþróann gegn þeim. Á þessu eru þó undantekningar. Á hverjum degi safnast tugþúsundir Ultra Orthodox Rabbína saman einhversstaðar í heiminum, eða hverri viku, og mótmæla trans-umverpingu Zíonista á Júdaisma.
Þeir gera þetta því þeir eru að bera vitni um trú sína og um eina stærstu lýgi síðustu sjötíu ára. Eingyðistrúar menn láta aldrei ganga yfir trúa sína, geri þeir það er trú þeirra fallin. Þeir vita að Babýlonsturn Marxísmans og stofnana Sameinuðu þjóðanna mun ekki taka mark á mótmælunum. Þeir eru að vitna fyrir Guði um hvar þeir standa: Þeir eru á sinn hátt að ákalla Guð okkar og Skapara um frelsun og réttlæti. Ég tek undir með þessum heilögu mönnum.
Við áköllum Guð um að leiða okkur út úr Satanísku heimskerfi Faraós
og/eða mölva alla Píramída þess.
Mig langar að minna Kristna vini mína á að Sameinuðu Þjóðirnar smíðuðu Ísrael Zíonismans og Bandaríska heimsveldið fjármagnar það og vígvæðir, og að Zionistar frá upphafi hafa marg lýst því yfir að þeir sjálfir fyrirlíta Júdaismann. Þeir trúa ekki á Guð en líta á Biblíuna sem land-afsal.
Margir kristinna létu blekkjast af gjörningnum sem er það sem Opinberunarbók Jóhannesar nefnir "Synagógu Satans, þeir sem þykjast vera Gyðingar en eru það ekki." Rétt eins og margt fólk hefur látist blekkjast af yfirtöku Marxismans á vísindum og stjórnmálum samtímans sem hefur síðan umsnúist í eina allsherjar geggjun og transmennsku.
Ég hef engan áhuga á því að veita Marxistum Faraós og galdramafíu hans þá tilvistar-viðurkenningu að mótmæla honum. Ég krefst þess að fá að fara út á eyðimörkina og tilbiðja Guð minn.