23.10.2015 kl. 20:02

Skeggið ofaná eða skeggið undir

Mig minnir að það hafi verið Tinna-bókin „Krabbinn með gylltu klærnar“ sem fyrst kynnti hetjuna Kolbein Kaftein, afkomanda píratans Rögnvaldar rauða. Í þessari bók gerði yfirstýrimaður uppreisn um borð, sem frægt er.

Kvöld eitt sem Kafteinninn fór drukkinn til koju, og var læstur inni af stýrimanni, gaf hann Kolbeini það heillaráð að velta fyrir sér hvort betra væri að hafa skeggið ofaná sænginni eða undir, á meðan hann reyndi að sofna.

(Þetta er smá misminni, atvikið með skeggið gerist í Kolafarminum).

Nákvæmlega sama pæling er í tengdri grein og einnig í öðrum pírataspunum síðustu misserin á landinu okkar heiðbláa þar sem sakleysið ríkir yfir hugum fólks og skortur á sýn tröllríður hjörtum. Það mun engu breyta á Ríkisþingi Lýgveldisins hvort atkvæði með eða á móti sitjandi ríkisstjórn verða leynilegar eða ekki.

Meðan Stjórnlagaplaggið frá 1944 er einhliða samningur um siðferði á milli ríkiskerfis og þegna þess, og meðan sama plagg veitir þingmönnum rétt til að ljúga, og meðan Pírataspunar eru notaðir til að sannfæra fólk um að til sé stjórnmálaafl sem vinni að gegnsæi og lýðræðisumbótum, þá verður hér áfram ríkjandi sama spillingarsullið, jafnt meðal almennings sem elítu.

Hef sosum engin rök fyrir þessum staðhæfingum. Er bara mín skoðun, í heiðríkju heimsku minnar og trú minni á heiður og innsæi. Slíkt þykir ófaglegt og óviðeigandi í nöldurhviðum hinnar týndu þjóðar Umskiptingsins.

Læt þó orð þessi standa við rjúpustaurinn sem áminningu. Þjóð sem missir sjónar á rótum sínum og glatar merkingu sinni, kallast Íslendingar en ekki Íslenzk. Því Íslenzk hugsun og sýn er þessum hálfmálga skríl löngu horfin.