16.10.2015 kl. 18:42
Ærslagangur án innihalds á Túbunni
Youtube er æðislegur netmiðill og á vissan hátt eina vefsíðan sem hálft mannkynið fer inná daglega, að Fésbókinni undanskilinni, auðvitað. Þrennt er það sem ég fíla við Túbuna.
Í fyrsta lagi að þefa uppi gott fræðusluefni um allskonar. Í öðru lagi alls kyns efni sem áhugafólk setur saman, með og móti hinu og þessu, sérstaklega þegar kemur að sögu, menningu og samsærum. Í þriðja lagi persónuleg tjáning um allskonar og þar er af nógu að taka.
Sjálfur er ég með tvær rásir, eina á Íslensku og aðra á Ensku, til að tjá mig um hluti sem skipta mig máli og báðar birta þær auglýsingar. Á þessu ári held ég að ég hafi þjénað tíu dollara í heildina, enda gríðarvinsælar pælingar, sko.
Eitt af því sem gerir Túbuna áhugaverða er einmitt það að þú getur fylgst með hvort þú færð áhorf, hversu mörgum líkar eða mislíkar, átt samskipti við áheyrendur og ef þú slærð í gegn; fengið hagnað af rantinu þínu.
Að sjá samantekt yfir fólk sem slær í gegn svo um munar, virkar bara hvetjandi. Hins vegar gæti það verið misvísandi og það vekur í mínum huga þá spurningu hvort það sé siðferðilega gott fyrir ungt fólk að fá svona samanburð?
Manstu eftir DeFranco?
Hann var gríðarvinsæll á Túbunni fyrir u.þ.b. áratug og var einn af þeim fyrstu til að þéna sæmilega á þessu og náði svo langt að vera boðið í bíómynd (í aukahlutverki). Hann vann eftir ákveðinni uppskrift og flestir þeirra sem eru á topp tíu listanum í dag vinna eftir samskonar uppskrift og hann.
Læt ég vera hvort innihald skiptir máli, enda ekki þess umkominn að meta slíkt.
Ég veit hins vegar eitt um Netið eins og við köllum það, og það er að þeir sem hönnuðu það gáfu það síður en svo frjálst. Það virðist vera frjálst en stjórntækið fyrir netið var hannað á fimmta áratug síðustu aldar.
Hver sá sem lesið hefur „Public opinion“ eftir Walt Lippmann eða horft á hið frábæra documentary „Century of Self“ um áhrif Önnu Freud og Edward Bernays á hugsanamótun samtímans, að ekki sé talað um að hafa sett sig inn í Denazification verkefnið sem var í gangi í hátt í tvo áratugi eftir lok síðari heimsstyrjaldar; veit að þeir sem stýra heimskerfi samtímans hafa mikinn áhuga á því hverjir eigi að heyrast og hvernig þeir eigi að heyrast.
Síðast en ekki síst hafa þeir mikinn áhuga á því hvernig þú heyrir í eða skiljir þá sem síður skuli heyrast og hverjum skuli umbunað fyrir hvað.
Til að mynda þurfa þeir ekki, og sú þróun var vel þróuð á sjöunda áratugnum, að velja neinn sérstakan til að móta duláróðurinn (subliminal propaganda) heldur aðeins að koma á framfæri þeim sem standa sig best í að koma sér á framfæri og greinilega trúa hugmyndamenginu sem nota skal við mótun.
Snilldin við svona hluti felst í tvennu. Annars vegar atómíseríngunni, þ.e. að fólk þvælist í endalausar rökræður um heimildir, áreiðanleg rök og annan staðreyndaspuna, meðan allir vita að hjartað velur þér sannleika. Hins vegar að koma nógu mörgum valkostum á framfæri til að týnast í skoðana-afþreyingum ýmisskonar; umfram allt að þú haldir þig inni í réttu Weltanschaung.
Fáir spyra sig hvaða Weltanschaung sé verið að miðla hér, enda flestir löngu búnir að sporðrenna gullæðinu og ýmist lagðir af stað að rannsaka hvernig valdir aðilar skara framúr og pæla í hvernig megi tileinka sér eða búnir að ákveða að snúa sér að einhverju sem þeir ráða við.
Ekki hvarflar að neinum að spyrja hvernig Túban, Gúglið eða Feisið haldi sumu á framfæri til að þú sjáir það frekar en annað eða hreinlega hvort teljararnir séu riggaðir hjá þeim sem á ekki að hvetja til framleiðslu.
Skiptir engu á meðan þú heldur að Lýgveldið sé eina hugsanlega stjórnkerfið. Enn og aftur, svo fólk haldi ekki að ég sé að sletta skyri í gott fólk sem slær í gegn; ég óska hverjum þeim sem slær í gegn; til hamingju með góðan árangur.
Tökum samt eftir einu með allar þessar rásir; engin þeirra er verkefni einnar manneskju með vídeóvél. Allt efnið er þaulæft, allt vel sett upp, allt unnið í hágæða tækjum, allt vel skriftað og fagmannlega framsett. Ef þú ætlar að slá í gegn á Túbunni þarftu að vinna heimavinnuna þína og vita hvaða Heimssýn er þokkaleg.
Don't be evil.