2.10.2015 kl. 23:08

Leit hafin að fyrirsætum fyrir frumlegt verkefni

Mig vantar fyrirsætur af báðum kynjum (fjórar til fimm samtals) til að taka þátt í litlu ljósmyndaverkefni.Teknar verða að hámarki þrjár ljósmyndir og verða fyrisæturnar naktar. Aldur og holdafar skiptir engu. Um er að ræða þjóðlegt, listrænt verkefni með mystísku ívafi og verður allrar siðsemi gætt.

 

fikt

 

Gott væri ef ein fyrirsætan væri hörundsdökk.

Áreiðanlegur og snjall áhuga-ljósmyndari tekur myndirnar, sjálfur mun ég stilla upp hugmyndinni (hugsanlega í samstarfi við listnema). Hugsanlegt er að fjórar fyrirsætanna verði með höfuðfat sem hylji andlit þeirra á einni myndanna en ekki ljóst með hinar tvær, enda verkefnið enn í þróun.

Engin greiðsla er í boði.

Mikilvægt er að fyrirsætan hafi þjóðlegan áhuga og nokkurn kjark, því myndirnar fara á vefinn. Fyrirsæturnar fá að sjálfsögðu að ráða hvaða þrjár myndir verða notaðar og vera vitni að því að prufu- og uppsillingarmyndum verður eytt.

Þar eð verkefnið er óvenjulegt og unnið í áhugavinnu, eru engin tímamörk sett á það. Við munum gæta allrar siðsemi og vinna verkið þegar fimm fyrirsætur eru fundnar og fyrirsætur hafðar í ráðum með val á myndunum þrem.