22.8.2015 kl. 23:31

Hnýpin þjóð á götunni

Það búa þrjár þjóðir á Íslandi samtímans. Ein er sú sem hefur aðgang að kjötkötlum landsins og eru katlarnir margir og vellsjóðandi svo svart soðið vellur út úr. Sú þjóð heitir Skuggavaldið.

Svo er þjóðin sem þjónar Skuggavaldinu en hún er hið sýnilega andlit stjórnkerfis sem stundum er nefnt Valdstjórn eftir því sem spunameisturum hentar. Þetta er fólk sem hefur nöfn og þjónar ýmist í hinu opinbera valdakerfi eða í fjölmiðlaspunakerfi eða efnahags- og fjármálakerfi. Sú þjóð heitir almennt Elítan.

Þá er til þjóðin sem heldur hinum fyrrnefndu uppi svipað og burðarmennirnir tveir sem báru skjöld Aðalríks á herðunum svo að hann væri sem næst himnunum ef himnarnir skyldu nú hrynja í hausinn á honum. Sú þjóð trúir öllu sem spunameistarar Skuggavaldsins troða í sífellu inn í eyrun á henni og lætur streyma á strimlum fyrir augum hennar. Sú þjóð heitir Umskiptingur.

Vissulega er til fleira á landinu en þessar þrjár þjóðir. Íslenzka þjóðin er enn til en hún tilheyrir ekki Íslandi samtímans eða Lýgveldinu. Sú þjóð tilheyrir annarri hugsun. Einnig eru til ýmsar vættir í landinu sem t.d. Lýgveldið hefur á skildi sínum en trúir ekki á. 

Hvernig á maður að blogga við montreinar elítunnar? ÍLS var stofnaður fyrir Umskiptinginn til að eignast þak yfir höfuðið en ekki til að reka hann á götuna, bjóða hann upp, og hálfgefa restina af landinu aukvisum Skuggavaldsins. 

Umskiptingurinn virðist hins vegar vilja þetta. Allavega vill hann ekki hrifsa til sín eignir sínar á ný og engan veginn endurreisa hérlendis Raunlýðræðí. Slíkt er að því er mér skilst, meira bull en opinbert bull.