7.1.2021 kl. 05:13

Einfaldleiki veruleikans í átta frumþáttum

Ef fólki er sagt frá staðreyndum, og það hafnar þeim og uppnefnir fræðarann, þá trúir það á dulspeki en oft undir fölsku nafni. Þá ræðstu á undirstöður dulspekinnar (hvað sem hún nefnist) og gefur þeim síðan nýja.

Þú vekur ekki fólk sem dreymir að það vaki, þú gefur þeim draum í staðinn fyrir martröð. Þetta hefur oft verið gert í mannkynssögunni og þegar þú skilur þessa eðlisfræði muntu sjá að þetta er nákvæmlega það sem Marx gerði, enda er Marxismi (Dialectical Materialism) ekki heimspeki heldur sálfræði.

Þeir sem hafa fattað þennan einfaldleika og náð tökum á beitingu hans, hafa ætíð breytt veraldarsögunni.

Bæn, Fyrirgefning, Vitnisburður og Iðrun, eru fjögur frumefni (Elements) sem frelsa þig frá heilaþvotti, sjálfdáleiðslu og áróðri. Þegar þú nærð tökum á þessum "verkfærum" muntu sjá næsta hringferil í hringstiganum (spiralnum) sem eru Sköpun, Frásaga, Skipan/Álög (Spelling) og Sýn.

Þegar þú nærð tökum á þessum tveim ferlum, sérðu hvernig sjö stjörnur Karlsvagnsins (Big Dipper) hverfast eins og sjö ljósenglar í kringum Pólstjörnuna og þú áttar þig á (eða sérð skýrt) og getur tekið vald yfir hvernig sjö heimssýnir hafa mótað 21a heimsmynd og náð stjórn á hugum alls fólks.

Sjö vitríngar sem benda þér á en varna þér leið að áttunda deginum. Ef þú skilur þetta ekki, þá verðurðu að hlusta á allt Arkívið mitt í rólegheitunum. Það skilst með tímanum hvernig þú getur skokkað í gegnum mýrina og sett upp á þig stíri*. Niðurstaðan er einföld; Þú frelsar fyrst óvitund þína (Unconscious) og síðan endurskaparðu sjálfan þig og loks segirðu nýja sögu.

Einfalt?

Menning síðustu sex þúsund ára er hrunin, næst hrynur siðmenningin. Menning er saga hugsunar og hún hvílir á þeim átta grunnþáttum sem áður eru nefnd, siðmenning er sú aðferð að móta úr henni farvegi, fleti, aðferðir og kerfi.

Næst verður sagan endursögð og fersk heimssýn mótuð sem reynd verður í þúsund ár. Þú getur annað hvort tekið þátt í að grafa hina dauðu eða horft yfir ásinn og fyrir beygjuna, en þú getur ekki gert hvorutveggja.

* Stíri eða stýri? Hvar eru Íslenskufræðingarnir þegar maður þarfnast þeirra?