31.12.2020 kl. 14:09

Feimnisleg gamlársfærsla

Ég vil þakka umburðarlyndi margra á árinu sem er að líða. Ég átta mig vel á að skoðanir mínar og viðhorf eru ekki allra, en ég reyni að vanda mig í setningaskipan og orðavali.

Mig dreymdi í nótt töluna 44 og heyrði orðið lömunarveiki, draumurinn var lengri, þar var ég á ferð með öðru fólki og við dvöldum á áfangastað yfir tvær nætur og ein stúlka í föruneytinu hlustaði mikið á ferðaútvarpið sitt, hún segir framangreint og var frekar reið frekar en leið á svip.

Þetta er vafalaust og voandi bara draumamarkleysa, við höfum öll áhyggjur á þessari stundu en ekki öll í sömu átt eða af sömu ástæðum. Því skiptir máli að fara bjartsýn inn í nýtt ár.

Í gær sagði mér grúskari frá hugmynd sem ég held að fleiri hafi fengið í hugann um þessar mundir, því hún hafði hvarflað að sjálfum mér fyrr um daginn. Þú veist hvernig hugmyndir vakna stundum eins og ósýnileg sveppagró hafi svifið um.

Hugmyndin er sú að Covid aðgerðin hafi verið skipulögð til að selja lyfleysu-sprautur, annars vegar til að bjarga hrynjandi lyfjaframleiðendum (eða eigendum þeirra Blackrock og Vanguard) og hins vegar til að eyðileggja and-bóluefna-hreyfinguna og slá hana kalda.

Ef svo er, þá væri það snjallt samsæri, og maður verður nottla að ljúka árinu með einni góðri kenningu.

Beztu kveðjur og árnaðaróskir inn í nýja árið.

:)