27.12.2020 kl. 13:35
Voru púkarnir taldir með?
Ef þú telur 120 til 130 manns í kirkju, þá er talningin ekki rétt. Ef þú telur 123 manns í kirkju, þá er talningin trúverðugri. Nema púkarnir séu taldir með, en þá mætti velt fyrir sér við hvaða aðstæður púkar komast í kirkju?
Fyrir fáeinum árum sýndi Lýðveldið sitt rétta andlit þegar það rauf kirkjugrið vegna tveggja landlausra vesalinga. Nú sýnir það enn og aftur að fornar dyggðir menningar okkar skipta engu máli.
Veraldlegir fulltrúar hafa nákvæmlega ekkert lögsagnarumdæmi innan kirkna og helgihalds. Þeir einstaklingar sem brjóta þá helgi, munu uppskera í eigin lífi. Ríkið einnig.
Lýðveldið er Guð Húmanista og þeir vísindamenn þess, sem ég uppnefni vúdúpresta, eru að undirbúa leiftursókn til að yfirtaka gengamengi allra manna og kvenna og barna á jörðinni, í kjölfarið á mestu heilaþvottasturlun sem nokkru sinni hefur upphugsuð verið.
Hversu langt mun skaparinn hleypa þessu fólki áður en það iðrast? Já, iðrast! Rétt eins og þessi ræningja elíta hefur eytt orðinu Tíund úr menningunni, er hugtakið Iðrun einnig horfið.
Iðrun er eitt af fjórum öflugustu verkfærum sem þú getur nýtt í dag til að hreinsa burt sturlun.