27.12.2020 kl. 12:53

Vúdú vísindi [plast]pokafólks og púka

Verslun nokkur hefur takið upp pappírspoka í stað plastpoka; Af umhverfisástæðum. Fyrir vikið þurfa allir viðskiptavinir að kaupa ruslapokana sérstaklega. Hér áður var hægt að nota plastpokana sem ruslapoka eða ýmislegt annað en pappírspokarnir eru einnota.

Þetta margfaldar rusl! Hvar er vísindalega greiningin á menguninni af framleiðslu pappírspoka, gömlu plastpokanna eða þeirra nýju? Hvar finn ég hina vísindalegu rýni í Vúdú heimi?

Húmanisminn, og sú menning sem á honum er byggð, er hrunin. Meðan mannfjöldinn horfist ekki í augu við það, eykst stríðshættan daglega og margfaldast.