31.7.2015 kl. 21:11

Veiðispunar og aðrar sjónhverfingar

Eins og ég greindi frá í tvennum myndskeiðum sem ég setti á Youtube í vetur, trúi ég því að verið sé að veiða tvöfaldan kvóta í landhelginni okkar með samþykki skuggavaldsins hérlendis.

Þetta er auðvitað stór fullyring og enn áhugaverðara er að hún skuli ekki vera svara verð því hún er vandlega rökstudd. Annað er áhugavert í þessu samhengi og það er núverandi spuni vegna Rússneska markaðarins.

Eftir hrun mátti ekki stugga við Evrópu því við þurftum að selja fiskinn fyrir Evrur. Einnig má ekki stugga Hið heilaga nýrómverska keisaraveldi því við þurfum að selja fisk fyir Petródollarra. 

Þó má ekki styggja Rússa því við þurfum að selja fisk fyrir Rúblur en á sama tíma liggur stjórnmálagengið eins og ódýr götuhóra fyrir Natósjeffum í tengslum við áróðurslygarnar vegna hins uppdiktaða Soros-stríðs í Úkraínu. 

Í „Endurreist Þjóðveldi“ hélt ég því fram, og stöðugt síðan þá, að við getum selt allan okkar fisk hvar sem er í heiminum, rétt eins og Chile, Perú og aðrar frjálsar þjóðir. Einnig að þegar hætt er að hlýða elítunni, hrynur hún.

Ég veit sosum að það er ég sem er fávitinn fyrir að benda á nærfatnað keisarans. Og ég veit betur en að rugga bátnum, þegar búinn að missa framann, heimilið, og heilsuna fyrir að ybba gogg.

Skil vel Umskiptinginn sem býr þetta land, að halda kjafti og rífa bara hóflega kjaft í athugasemdakerfum og á völdum blogg þráðum.