20.11.2020 kl. 20:46
Að trúa á vúdú vísindi
Þú getur trúað að hænan sem þú slátraðir á vúdú samkomunni sé heilög og það helgi þig að svolgra úr henni blóðið, en það er samt djöfladýrkun. Þú getur trúað vúdú-vísindum (Húmanistadulspeki) en það gerir þau ekki að vísindum.
Vita Íslendingar hvað er að gerast í heiminum í kringum þá? Miðað við það sem Staðleysumiðlar landsins birta dag frá degi, og hvað fólk ræðir um upp úr þeim, held ég að þeir viti jafn mikið um hvað sé að gerast í heiminum (eða merkingu þess) eins og staðleysufirringar Genakára um vísindin.
Við erum á sorglegum stað, íslenskumælandi sauðir sem vita ekki lengur hvað þeir eru, eða voru, annaðhvort. Spilið er búið og þessi eitur-elíta sem hefur yfirtekið og umsnúið landi og þjóð, ásamt þeim umskiptingum sem fylgja henni, eru krabbamein sem endar á að éta sjálfa sig upp innanfrá.
Vittu til.