26.7.2015 kl. 00:48
Battlestar Galactica er spádómur
Við erum löngu hætt að rýna í hversu nána stjórn tölvur og tölvukerfi hafa á þægindablekkingu okkar. Við sem tilheyrum hinum almenna borgara höfum ekki nokkra hugmynd um þá staðla og verklag sem ræður ferðinni við hönnun hugbúnaðar og véla.
Við erum jafnvel hætt að sjá hvar eitt hefst og annað endar, bara meðan altrúismi hins sjálfsblekkta yfirborðs heldur velli. Við höldum að við höfum stjórn á því sem við höfum aldrei stjórnað; og við gleymum því veigamesta, að við vitum hvorki hvar vitund myndast né afmyndast.
Kannski er það út í hött að minna á Skynet, Matrix eða BG; en sjaldan er reykur án elds og sá stirðbusalegi heimur lógískrar og tvívíðrar menningarhugsunar sem heltekið hefur anda okkar (eða sál) er löngu hætt að líta út fyrir Rayban filter hins sjálfkvæma borðstokks.
Í öllum þeim bíómýtum sem ég nefni hér að framan var það ekki tölvan sem var vandinn eða róbótinn; heldur nettengingin.
Google bílar, einkadrónar fyrir myndatökur, sjálfvirk heimilistæki, tölvur sem vita hvað þú vilt næst, ...