12.10.2020 kl. 12:42

Smá viðbót um Ybb'ismann

Ekki í fyrsta sinn sem SDG brýtur blað í staðnaðri samræðu ykkar Íslendinga og okkar hinna. Já, ég segi og rita ykkar, því ég er ekki Íslendingur; Ég er Herúli. Um þetta síðasta hef ég mikið fjallað um og útskýrt ítarlega hvað er, mest í ræðum sem finnast í myndskeiðasafninu (not.is).

Undanfarin misseri hef ég oft bent á að mynda þarf smáa en öfluga hugveitu (Think Tank) Íhaldsmanna til að endurskilgreina hvað Íhaldsstefna (Conservatism) er og hvað það er ekki. Það er eina leiðin til að halda stórum flokki eins og Sjálfstæðisflokknum hægra megin við línuna, og beittum, að hann eigi harðskeyttan vin.

Einkenni íhaldsmanna er einmitt að farga rökhyggju (Logic) yfirborðsins fyrir djúpa og ábyrga raunhyggju (Reason), þar sem hugtök, merkingarfræði, menning og heimssýn, er rækilega og skilmerkilega rædd og útskýrð. Þar iðka menn að vera samstíga (Coordinated) meðan vinstri menn og sósíalistar iðka samhljóm (Consensus).

Þegar rýnd er greinin sem viðhengd frétt bendir til sést að SDG hefur einmitt iðkað raunhyggju og merkingarfræði síðustu misserin. Síðustu þrjú árin hefur hann síendurtekið sýnt hversu öflugur penni hann er, bæði á Ensku og Íslensku og er það aðal ástæðan fyrir að ég iðulega held fram þeirri fullyrðingu að Miðjuflokkurinn sé eini hægri flokkur landsins.

Fólk sem iðkar og útskýrir öfga-viðhorf, en mig grunar að ég sé í þeim hópi, lendir oft í þeim sem ég uppnefni lubbalinga (Shills) og hliðverði (Gatekeepers), en lubbalingar eru því sem næst sami hópur og það sem SDG nefnir Ybba. Sigmundur útskýrir vel hvað við er átt.

Helsta og mest áberandi einkenni þessa fólks er að það ræður ekki við raunhyggju og ræðst á manninn þegar það ræður ekki við rökin.

Lubbalingar, hliðverðir og ybbar, eru allt skyld fyrirbæri; Fólk sem í rauninni stendur ekki fyrir neitt, en tryggir að þjóðfélags- og samfélagssamræðurnar haldi sig á vissum línum, eða eftir vissum brautum. Línur þessar og brautir má svo ræða ítarlegar og greina betur hvernig framangreindir hópar falla hver að öðrum.

Í grein Sigmundar kemur fram eftirfarandi: "... ræt­ur að rekja til marxí­skr­ar menn­ing­arelítu sjö­unda ára­tug­ar­ins, þ.e. svo­kallaðs póst­mód­ern­isma án áherslu á stétta­bar­áttu og bætt kjör verka­lýðsins. Þó hef­ur tals­verður fjöldi fólks af hægri kanti stjórn­mála aðhyllst stefn­una í seinni tíð." Við þetta langar mig að doka.

Í sumar hef ég reglulega bent á ensku hugtökin Transhumanism og Post-phenomenology og síðustu misserin hef ég oft bent á Frankfurt skólann og Elleftukenningar hópinn. Öll þessi hugtök tengjast umræðum kommúnista um miðbik tuttugustu aldar, og einnig menningarbyltingu Maós í Kína, og ennfremur virkum Trotskýisma, svo og Nýfrjálshyggju.

Fjölmiðlar og greinendur fjalla sjaldan um Trotskýista en sá hópur er stór á vesturlöndum og mjög virkur. Er Tonly Blair einna þekktastur þeirra í dag.

Postmodernismi er ágætis hugtak sem hjúpar allt framangreint. Trotský vann ötullega að því frá 1927 til 1940 að kenna vestrænum kommúnistum hvernig nota mætti vissa herkænsku (Strategy) til að umsnúa (Subvert) vestrænum þjóðfélögum innan frá og taka sér tíma til þess. Trotský, Gramsci og Maó höfðu allir áhuga á því sama;

Kommúnistar beita hugmyndafræði Frankfurt skólans, sem byggist á róttækri samfélagskenningu (radical social theory) sem beita megi til að koma á menningarbyltingu og menningarumskurn hvort sem fólk átti sig á því að þörf sé á því eða ekki. Nýfrjálshyggja er t.d. sá hópur hægri manna sem smámsaman hafa orðið að hægri-sósíalistum (Menshevikum) án þess að hafa áttað sig á því.

Transhumanismi og Post-phenomenology eru dýpri og róttækari þjóðfélagsverkfræði en hinn einfaldi Posthumanismi en byggir á sama meiði. Ég fagna að það eru fleiri að rita um þessi, og skyld, málefni og útskýra þau. Það merkir að endur-skilgreining á því hvað er ábyrg menningarumræða er að hefjast.

Varðandi hugveituna sem áður var minnst á. Það eru örlítil merki um að hún verði að veruleika. Búið er að velja nafn á hana og umgjörð.

Verið er að vinna í því hverjum verði boðin þáttaka í henni og er miðað við tvö prik: 1. Viðkomandi hafi gefið eitthvað út sjálfur en sé ekki sérstaklega virkur í stjórnmálum og því ekki að nota hugveituna til eigin framdráttar. 2. Viðkomandi hafi sýnt að hann geti staðið fyrir eigin skoðunum og á leikvanginum miðjum og látið viðhorf Ybba sig litlu varða. Í upphafi var lagt út að eingöngu íhaldssömu fólki yrði boðin þáttaka en það hefur breyst og er nú miðað við raunsætt fólk.

Ástæðan fyrir að hugveitan hefur lagt niður vinstri/hægri prikið er einföld; Vinstri og Hægri er úrelt og þú leysir ekki úrelt vandamál með úreltum aðferðum. Eins og Guðni Elísson sagði eitt sinn í sjónvarpinu, þar sem verið var að deila um Drekasvæðið, "þú leysir ekki vandamál 21stu aldar með 19du aldar tækni."

Við Íslendingar höfum aldrei átt hugveitu né ábyrga ríkissmiðju; Tja, ekki síðan 1662 í það minnsta. Þegar hugveitan fer í gang, verður þess skammt að bíða að fleiri og vinsælli fari í gang. Þegar Íslendingar eignast aftur ábyrga menningarumræðu verðum við aftur þjóðin sem aðrar þjóðir taka mið af.

Hvað eru margir Íslendingar sem átta sig á og skilja að Lýðræði vesturlanda var fundið upp og mótað á Íslandi en ekki í Aþenu? Hversu margir samlanda minna vita að frá 900 til 1600 - í sjö aldir - áttum við besta fræðasamfélag heimsins?