10.10.2020 kl. 11:03
Merki um stirðnun menningar
Það var mikið þróunarstarf unnið í markaðs- og sálfræðigeirum á fyrri hluta tuttugustu aldar, til að finna út hvernig nota mætti nekt og kynferðislegar táknmyndir til að selja vörur en einnig til að móta viðhorf fólks.
Var Edward Bernays þar stórt nafn, systursonur Sigmund Freud, en hann hefur oft verið gagnrýndur af samsæringum fyrir aðferðir sínar og þróunarstarf. Margt hefur verið rannsakað og ritað um notkun undirtóna (Subliminal)* til að hafa áhrif á ákvarðanir fólks og lífsstíl án þess að fólk átti sig á því.
Margir Íslendingar hafa lesið bækur Dean Koontz með áhuga en í bókinni "Night Chills" hafði hann framangreinda hluti í forgrunni; Það var áhugavert að lesa innganginn að bókinni, því skáldsagnahöfundar af hans tagi skrifa sjaldan inngang, en þar ræddi hann rannsóknar efni sem sýndi að umfjöllun bókarinnar væri því miður raunsærri en skáldsagnaformið gæfi til kynna.
Ég nefni Dean Koontz því þetta hafði áhrif á mig á sínum tíma en annað efni um þessi mál er af fræðilegra tagi. Þessi bók vakti þó þúsundir lesenda til umhugsunar og til gamans má skella inn þrem skjámyndum neðst í færsluna, fyrir áhugasama.
Ég hef lengi velt því fyrir mér hversu langt sé hægt að ganga í þjóðfélagsverkfræði en á árunum sem ég var meðlimur í söfnuði Votta Jéhóva komu oft fyrir mínar sjónir greinar í tímaritinu Vaknið þar sem kristnir menn rýndu í efni af þessu tagi og vöruðu meðbræður sína við áhrifum þess.
Einnig voru þessi ár mikilvægur lærdómur því safnaðarstarfið byggðist til hálfs á því að fara út á meðal fólks og ræða bæði vísindi og trúmál. Þannig kynntist maður frá fyrstu hendi að hvort heldur trúleysingi ræddi vísindi eða trúað fólk ræddi sína lífsskoðun, að jafnvel þó rit eða hugvísindi þessa fólks sannaði sjálfum þeim að þau tryðu bábiljum þá var það tilgangslítið.
Fólk velur alltaf lýgina sem hentar því, alveg sama hversu upplýst það telur sig vera. Við erum öll háð þessu og án undantekninga. Það er rétt að ákveðinn hópur fólks er fráhuga því að nekt og kyntilvísun sé notuð til að selja því eitthvað. Þess vegna hlusta ég t.d. aldrei á fjölmiðlakonur eða stjórnmálakonur sem nota farða eða eru fríðar! Eða er ég að ljúga því?
Yfirleitt hlusta ég ekki á neinn nema hann (eða hún) hafi sýnt fram á að hann segi meiningu sína án tillits til þess hvort hann taki mark á blautum borðtuskum eða skyrslettum vitundarverkfræðinnar. Kannski er einhver sem spilar á það? Ekki svara því!
Ég trúði hruninu 2008, það tók mig níu ár að sjá í gegnum spunann og átta mig á því hvernig hann var gerður. Þegar ég greindi það til fulls sumarið 2017 hélt ég um það ítarlegan fyrirlestur, sem því miður var ekki tekinn upp, en hef aldrei nennt að flytja hann aftur fyrir myndskeiðasafnið mitt.
Ég trúði Jóhönnu og Steingrími veturinn 08-09, og kaus annað þeirra í kjölfarið á hruninu og ég trúði umræðunum um stjórnlagaþing, stjórnlagaráð og loks stjórnarskrár tillögurnar 2011; Ég kaus að þær yrðu lagðar fyrir Alþingi. Haustið 2012 hafði þó öll sú umræða og allir þeir spunar loks vakið mig til umhugsunar og varð til þess að ég samdi bókina "Endurreist Þjóðveldi 2013" og allar götur síðar hef ég haft sérstakar gætur á stjórnlögum og slíku efni.
Um leið og ég viðurkenni - að ég sem hef grúskað í jaðarfræðum allar götur síðan ég las "Falið vald" aðeins fjórtán ára - lét blekkjast, aftur og aftur. Ég lét ekki blekkjast af skuldbreytingu SDG á sínum tíma og ég lét heldur ekki blekkjast af spununum sem tóku hann niður, hvorki Panama né Klaustur spununum, og síðan þá hef ég endurmetið hann.
Síðustu tuttugu ár hefur fólk misst tilfinningu sína fyrir eigin kynvitund; Ég áttaði mig á þessu vegna umræðna á ýmsum stöðum þegar ég fyrst birti uppkastið að bók minni "Kamasutra files" (sem enn er í hálfkláruðu uppkasti) og í samblandi við þekkingu á Jung sálafræði (sem ég hef samið þrjár bækur um og birt tvær.
Eins og allir vita, byggði Bernays undirtóna þróun sína á fræðum frænda síns Freud og um tíma voru Jung og Freud miklir mátar og margt er líkt með fræðum þeirra. Furðu fáir vita í dag hvernig fræðum þeirra er beitt á vitund almennings og elítu.
Meirihluti kynferðisbreytinga tengist efnum sem notuð eru við matvælaframleiðslu s.s. Atrozine, en ekki eru allir jafn berskjaldaðir. Í bland kemur alls kyns kyn og sálarverkfræði. Undirtónar sem Dean Koontz fjallar um í Night Chills eru að margra mati úreltir og að margra mati aðeins 101 af 909 í fræðunum. Enginn veit hvernig vitund fólks er véluð í dag, árið 2020.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að verkfræðin er að gera fjöldann ómeðvitaðan um eigið kynferði og samtímis einnig að endurforrita. Frétt af því tagi sem hér er birt og tengd, er eitt dæmi um það. Nú er verið að segja mér og þér að breytt hegðun okkar eða kynvitund sé vegna þess að við séum meðvitaðri;
Þú veist samt ekki um hvað þú ert meðvitaðri, hvers vegna né hvernig eða hvaða hópar hafa lært fræðin sem véla þig og þú hefur ekki hugmynd um hvaða vélun var gerð á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar né hvaða niðurstöðum hún skilaði.
Hvers vegna kemur snillíngurinn Melania Trump ávallt fram á ofur-háum skóm sem skemma tærnar á henni? Hvers vegna eru kven-Bond hetjur Hollýwood ávallt í heilsuskemmandi skóm sem ekki er hægt að hlaupa á?
Framangreind fræði ættu ungmenni að læra um á síðustu tveim árum grunnskólans, ásamt meðvitund um stjórnlög og samfélagssáttmála, en þau læra ekkert um fræðin sem stýra huga þeirra né heldur munu þau taka mark á jaðarrýnendum sem grúska í þessum fræðum og reyna að benda á þau. Nær allir sem eru að hjálpa okkur í dag til að efast um Covid dáleiðsluna, hafa grúskað í svona hlutum og eru að hjálpa án hagsmunatengsla meðan þeir sem krefjast þess að við trúum, hafa allir hagsmuni af því.
Edward Bernays og Walter Lippmann gáfu út bækurnar "Propaganda" og "Public Opinion" á milli 1920 og 1930. Þegar dr. Göbbels fjallaði um Propaganda var það í öllum tilfellum sem gagnrýni á Bernays aðferðirnar en þegar okkur er sagt frá gagnrýni hans er því umsnúið.
Þegar ég las þessar tvær bækur, sá ég nákvæma lýsingu á því hvernig stjórnmál og samfélagsþróun er véluð í dag, öld síðar. Ennfremur sé ég sjaldan nokkurn kverúlant sem þekkir þetta efni né útskýrir.
Þegar ég fullyrði að menning okkar sé hrunin, þá er það ekki vegna 3/11, heldur byggt á greiningar-orðræðu sem tók mig sjö til átta ár að byggja upp. Sjá hér og hér. Fólk gleymir stundum fortjaldinu á milli þeirra sem hafa hagsmuna að gæta og engra.
* Ég fann ekki góða þýðingu á ensku orðunum Subliminal og/eða Subaudial, og nota Undirtóna fyrir bæði, þar til viðeigandi þýðing dúkkar upp.