10.10.2020 kl. 10:06

Loksins loksins

Ég hef í mörg ár bent á að vindmyllur hafi stórskaðleg áhrif á fuglalíf. Stöku sinnum koma kommúnistar fram með fullyrðingar um að loftslagsbreytingarnar þeirra séu að skaða fuglalíf og þá sérstaklega benda þeir á farfugla, en þeir neita ætíð að ræða stórfellda slátrun vindmyllugarða á fuglum.

Hafa ber í huga að hluti slátrunar eru ekki spaðarnir heldur segulsvið en enginn fugl heldur áttum í vissum radíus í kringum þessi glópatæki.

Til eru fjöldi fræðilegra greininga á að rafmagns framleiðsla vindmyllugarða vegur aldrei upp á móti kostnaðinum við sköpun þeirra og rekstur en fjölmiðlar eru ekki hlutlausir þegar kemur að umfjöllun um þessi mál.

Það voru ákveðin vatnaskil þegar kommúnistinn Michael Moore fór ofan í kjölinn á þessum málum í heimildamyndinni "Planet of the Humans" fyrr á þessu ári. Enda var hann því sem næst gerður útlægur af sósíalistum í kjölfarið.

Ég fagna því að fleiri séu meðvitaðir um (hugsanlega) skaðsemi vindmyllugarða. Ég vil bæta við að ég eyddi hálfri ævinni í að trúa á gagnsemi vindmylla og er að hluta til enn hrifinn af þeim, en þá í annars konar hönnun sem er bæði hagkvæmari og auð-skermaðri.

Þetta síðasta fjalla ég sjaldan um en hef mikið grúskað í og mun gera því skil ef heilsa og aldur leyfir.