23.7.2015 kl. 00:42
Hvað felur sig á bak við mótun viðhorfa?
Enginn spyr hvers vegna meginfjölmiðlar vestanhafs og hérlendis eru að taka Bill Cosby fyrir. Taktu betur eftir orðalaginu í fréttinni. Hún er skrifuð eins og búið sé að sanna á manninn það ofbeldi sem hann er ásakaður um og ómeðvitað (subliminal) sannfæristu um að hann sé sekur.
Ég veit ekki hvort hann sé sekur eða saklaus en ég kynnti mér talsvert umræðuna um þessi mál í fjölmiðlum vestra þegar þessi mál voru blásin upp og það eru þó nokkrir samsærispunktar sem blasa við.
Óþarfi að rekja þá nánar, því fólk getur grafið þá upp sjálft ef það kærir sig um. Það dugar mér að sjá að vissa mótun á viðhorfum og vitund fólks vegna stærri mála sem ekki blasa við nema við grúsk.
Það eru nebblega margir duldir fletir á þessu máli og áhugaverðir. Nú gæti einhver sagt; hvaða punktar, sýndu mér þá. Ö, grúskaðu! Þá gæti einhver bent á að margir sjái samsæri í hverju horni. Ö, já, lestu meginfjölmiðla, þeir eru fullir af Assumtions og sjaldan af Deductions.
Hvaða Íslenzk orð nota ég fyrir Assumption og Deduction?