28.9.2020 kl. 19:03
Hitamælar og Hliðvarsla
Það gerist reglulega, í ýmsum löndum, að smákjúklíngum er fórnað á þennan hátt. Þá eru kjúklíngarnir fengnir til að segja eitthvað, og búið að lofa þeim einhverju sem þeir fá þegar fréttahitinn er löngu farinn af þeim.
Þetta er gert til að athuga hvers konar viðbrögð kvikna í grasrótar- og gervigrasrótarhópum. Það er hægt að útvíkka þessi tilteknu ummæli í ljósi margra hluta en held að nóg sé sagt.
Þess má þó geta að það var mælt fyrir tveim árum að þriðjungur fólks í Evrópu les ekki fréttir eða horfir á sjónvarpsþætti um helförina. Annar þriðjungur hefur aflað sér upplýsinga sem fólk fer í fangelsi fyrir að vitna í. Þriðji hópurinn er það sem í daglegu tali nefnast Gáfnaljós Elítunnar.
veit vel að hægt er að dæma hann til fimm ára fangelsisvistar í Þýskalandi fyrir ummæli sín og hann veit einnig - og þú núna - að hann verður aldrei dreginn fyrir rétt út af þessu.
Vissir þú að Íslenska Alþýðulýðveldið er að undirbúa að Þýskaland geti krafist framsals Helfararafneitara frá Íslandi til Þýskalands? Veistu hversu siðlaust það er? Vissir þú að Facebook er búið að eyða meira en milljón umræðuhópum (Groups) á síðustu tólf mánuðum til að tryggja réttar grasrótarsamræður?
Kannski væri tilefni til að stofna umræðuhóp um það. Ekki dugar hérlendis að vitna í sjálfan sig, svo ég vitna í Andrei "The Saker" Raevsky; Þegar þú stofnar fimm manna hreyfingu, eru þar fjórir útsendarar.
Elítan heldur velli með þeirri aðferð að tryggja að allar grasrótarsamræður styrki elítuhópinn, óháð málefnum.
Skoðaðu hvernig barnabörn elítunnar 1920 eru þverpólitískt elítan 2020. Grúskaðu smávegis í blóðlínunum, finndu Hreppstjórafélagið og raktu þræði þess aftur til 1020 og rannsakaðu hvernig það tryggir sinn hag fyrst, því næst ríkisins, en aldrei þinn.
Skoðaðu hugmyndabóluna sem þér hefur verið kennt að meðtaka og rökræða, og rýndu sniðmátið fyrir "hvers konar fólk" þú hafir alist upp við að taka mark á. Allar upplýsingar um þetta eru á þriðju hæð allra bókasafna, stundum í kjallaranum, en öllum aðgengilegar.
Sem dæmi: Skoðaðu forsíðuna hér á "blog.is" og smelltu á hundrað blogg færslur, reyndu að finna út hvað veltir val-hlassinu varðandi hverjir eru í stóra hópnum efst á forsíðunni og hverjir í smærri hópnum neðst. það er ekki óhlutbundnar heimsóknartölur sem hafa þar nein áhrif.
Ég lofa þér því að jafnvel þó mitt blogg væri vinsælasta öfgablogg landsins þá yrði því frekar eytt en að verða hleypt að háborðinu. Ekki misskilja mig; Daginn sem mér verður hleypt að hljóðnemunum, viðurkenni ég tapað stríð og legg árar í bát. Ég syng ekki í kór og alls ekki elítukór.