27.9.2020 kl. 18:29
Nafnalistar fyrir niðurrifsstarf eru stöðluð verkfæri kommúnista
Það var stöðluð vinnuaðferð Komintern (sem síðar skipti um nafn) í Sovétríkjunum, einnig Alþjóðasinna (The International) Trotskýista (með miðstjórn í fjórtán ár frá Mexíkó) og síðar Forboðnu borgarinnar í Pekíng, að fylgjast grannt með öllu grasrótarstarfi vestrænna háskóla, og viðhalda nafnalistum yfir fólk sem var a) fylgjandi þeirra heimssýn og b) efaðist um þeirra heimssýn en þeir höfðu eitthvað á og c) gegn þeirra heimssýn en skiptu minna máli og d) var gegn þeirra heimssýn og hafa þurfti varann á.
Allir sem grúskað hafa í heimsstarfi kommúnismans og mismunandi birtingarforms hans, allar götur frá 1870, vita hvernig þetta lið vinnur. Þannig séð er nákvæmlega ekkert við listann yfir nöfnin 411 sem kemur á óvart. Ef eitthvað er ætti hann að vera margfalt stærri og ítarlegri.
Þar sem þeir sem birta hann í Bandaríkjunum eru þekktir kommúnistar og þeir sem fjalla um hann hérlendis eru einnig kommúnistar (miðað við heimssýn þeirra og vinnubrögð) má gefa sér að hér sé misvísun á ferðinni. Stóra spurningin væri þá, hvert er verið að vísa þér og hvað er verið að sannfæra þig um, ef það liggur ekki í augum uppi.
Ég hef reglulega fjallað um þetta í gegnum árin, nú síðast í vor fór ég ítarlega í gegnum skyld efni í einu myndskeiða minna og útskýrði hvernig listar af þessu tagi eru og hafa verið notaðir í gegnum áratugina til að beita menningarlegum skurðhníf á vesturlönd;
Sérstaklega benti ég á og greindi hvernig enginn varnarleikur er skipulagður og hefur aldrei verið.
* Hugtakið Niðurrif er hið sama og enska orðið Subversion. Einnig mætti nota orðið Umsnúningur.