26.9.2020 kl. 15:31
Alltaf hressandi þegar Sigmundur Davíð tjáir sig
Eins og allir vita er ég eini Íhaldsmaðurinn á landinu og því sérstakt hversu hrifinn ég er af Sigmundi, orðræðu hans og baráttu síðustu árin, enda er hann sífellt að koma skýrar fram sem "sósíaldemókrat af gamla skólanum."
Augljóst var bæði í Panamaspunanum og í Klausturspunanum, að kerfisfólki sósíalismans er ekki aðeins illa við hann, heldur að ástæðan er ótti, en sósíalistar fara alltaf í manninn þegar þeir eru ráð- og rökþrota.
Eins og allir vita, eru Íhaldsmenn lýðræðissinnaðir en ekki sósíalistar. Fáir vita hins vegar í dag hvað sósíalismi er, því eitur hans hefur gegnsýrt alla menningu samtímans og það síðasta sem fiskur sér er vatnið sem hann syndir í.
Sigmundur Davíð hefur frá upphafi þáttöku sinnar í stjórnmálum sýnt sífellt betur hversu vel hann veldur hugtakagreiningu og merkingarfræði, hversu hlutlægur hann er í greiningum sínum og útskýringum og hversu siðprúður hann er;
Umfram allt er áhugavert hversu magnað hann styrkist ár frá ári. Enda fjári vel kvæntur.
Að mörgu leyti mætti segja að hann sé eini stjórnmálamaður Íslendinga í dag og það verður gaman að sjá hann mynda næstu stjórn. Loks minni ég á að Íhaldsflokkur Íslands verður stofnaður 12.02.2021.
Um þessar mundir eru fáeinir ráðvilltir Ayn Rand tilbiðjendur að reyna að stofna frjálslyndan lýðræðisflokk undir Egypsku merki. Það kemur öðru hvoru fjörkippur í frjálslynda undanvillinga hægra megin við miðlínuna en þeir eru jafn blindir og hinir fiskarnir á hvar miðlínan er.
Rétt eins og Miðflokkurinn sem er sannanlega sá stjórnmálaflokkur sem liggur lengst til hægri í dag, eru þeir allir að eltast við almenningsálitið, gjörsamlega týndir í skóginum, óvitandi um hvernig hlutbundin greining á upplýsingum og merkingarfræði er eina sveðjan sem ryður leið í gegnum lággróðurinn.
Þegar Íhaldsmenn og Frjálslyndir sameinuðust árið 1929 og stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn, hófst hægfara hrun Íslenskra stjórnmála.
Þeir sem þekkja skrif Jóns Þorlákssonar um íhaldsstefnuna, mótun hennar og merkingarfræði, og hafa næga dýpt til að bera saman við lágkúruveginn sem hófst við sameininguna og dýpt hennar sem nú hefur holdgerst, skilja hvað átt er við.
Íhaldsflokkur snýst ekki um að ná áhrifum í þingmannafjölda heldur að mynda sterka og raunhæfa orðræðu fámenns en samhents* hóps manna, sem viðhalda þrýstingnum sem heldur Sjálfstæðisflokknum hægra megin við punktinn sem Íhaldsmenn skilgreina. Með öðrum orðum þarf stór hægri flokkur, hvaða nafni sem hann nefnist, lítinn bróður sem lýsir honum í myrkrinu.
Þess vegna er nafnið mikilvægt; Taktu eftir að enginn þorir að nota það og það er eitur sósíalismans í hnotskurn.
* Samhent (Coordinated) er hér meint sem andstæðu við Samhljóm (Consensus) sömubókar-sósíalismans.