22.7.2015 kl. 13:32

Ökklaband og skrefamælir

Ég er að hluta til sammála viðhorfum Elítunnar og þess Umskiptings sem ranglega nefnist Íslensk þjóð. Sumsé að sleppa því að byggja upp sjálfsagða þjónustu, uppbyggingu vegakerfis, eða styðja við nýsköpun í alvöru* ferðaiðnaði.

Því sé rétt að afskrifa Ferðapassa snilldina og taka málið alla leið. Skikka alla ferðamenn til að vera með Ökklaband meðan dvalið sé í landinu, og rukka fyrir skrefin. Ég afsala mér eignarétt á hugmynd þessari, til hagsmuna fyrir hina sturluðu heild.

Góðar stundir.

 

* hvar er umræðan um hvað alvöru ferðamannaiðnaður er?