15.9.2020 kl. 14:13
Nú skil ég hvers vegna WOW fataðist flugið
Skúli er mikill snillíngur eins og allir vita og WOW var ferlega vel markað (Branding) en húsið er hrein hörmung, eins og sést á myndunum. Það er ónothæft með öllu og hönnunin sem á köflum er yfirborðsfalleg og myndræn er gjörsamlega ónothæf.
Álíka smekklaust og Landspítalalóðin.
Merking má ekki vera einungis á yfirborðinu, hún verður að rísa upp úr hinum kyrru og myrku djúpum. Eins og viska Sölva Helgasonar og Þórbergs Þórðarsonar, sem vitnuðu um komu mína.