13.9.2020 kl. 12:58

Þetta nýja mið-flótta-vandamál er mistæling

Þú veist aldrei hver forsagan er með einn einasta flóttamann, óháð aldri hans, eða hvers vegna eða hvernig einhverjum er teflt fram til að búa til mismunandi spuna og mistælingu (Diversion).

Spunar af þessu tagi eru tæling og dáleiðsla og ekkert annað. Það er öruggt að þessu fólki verður einhversstaðar hlynnt.

Allar umræður um flóttafólk á Íslandi hafa verið í besta falli kjánalegar síðustu fimmtán árin. Enginn skilur þá umræðu, ekki innan ríkisins, ekki innan stjórnmálanna, ekki innan alþjóðasamtaka, ekki meðal almennings né neins staðar.

Enginn horfir til þeirra ríkja sem hafa með árangri glímt við svona stór og erfið málefni áratugum saman eða hvaða aðferðir hafa dugað best. Ekki misskilja of fljótt; Manni blæðir í hvert sinn sem barnavandamál af þessu tagi koma upp í fjölmiðlum.

Ef maður skilur þjóðfélagsverkfræði, skilur maður að verið er að spila á mann. Ekki er alltaf ljóst hver spilar eða hvers vegna.

Staðreyndin er sú að stofnanakerfið og sósíalisminn hérlendis hefur breyst í ógeðslega og langa kyrkislöngu á síðustu árum og það er enginn sem ræðir það; Bendir ekki á það, útskýrir það ekki og síðast en ekki síst sér það enginn og því er engin lausn í sjónmáli.

Einn Íslendingur sem ég þekki vel hefur verið óformlegur kerfislegur flóttamaður í annarri heimsálfu - hátt á annað ár - ásamt eiginkonu sinni, því ríkiskerfið heldur að þau hafi gift sig í annarlegum tilgangi.

Annar Íslendingur sem ég þekki vel, þarf að endurnýja dvalarleyfi eiginkonu sinnar árlega, því ríkiskerfið heldur að hún sé stórhættuleg þar sem hún fæddist utan Evrópu. Ég veit ekki hvernig kommúnistaríkið lítur barnið þeirra sem fæddist í sumar.

Man einhver eftir hjónunum sem komust í fjölmiðla í hitteðfyrra, því ríkið beitti konuna kerfisbundunu ofbeldi og sundraði fjölskyldunni, án neinnar ástæðu annarrar en að það var hægt.

Þriðji Íslendingurinn sem ég einnig þekki vel, eignaðist dóttur með konu fyrir átján árum. Þau giftu sig í föðurlandi móðurinnar fyrir fáeinum árum en samband þeirra var ávallt á fjarbúðarformi því hann ferðast þannig og það hentaði þeim.

Þegar aðstæður breyttust um ferðagetu hans ákvað fjölskyldan að þær mæðgur flyttu hingað heim. Dóttirin sem er Íslendingur hefur ekki enn fengið kennitölu, tæpu ári síðar, faðirinn þurfti að sanna fyrir Sýslumanni með DNA að hann væri faðirinn, og þeim var gert að giftast að nýju hér heima.

Sem minnir mig á Ítalska konu sem kom hingað til að vinna fyrir tveim árum, eins og hún á réttindi til. Sjö mánuðum síðar fór hún úr landi því hún gafst upp á að fá ekki réttindi sín viðurkennd hér, eða úthlutað kennitölu svo hún gæti unnið löglega.

Ég get talið upp fleiri dæmi um viðbjóðinn sem hefur yfirtekið kerfið, en ég þekki í rauninni fátt fólk, því ég forðast Gáfnaljós í hópum. Öruggt er að allir lesendur færslunnar þekkja jafn mörg dæmi.

Við gætum rætt fimmtán þúsund heimili sem ríkið setti á götuna árin 2009 til 2012. Við gætum rætt hvernig öll þjóðin var látin borga brúsann þegar reglulgerðir sósíalismans beinlínis ýtti bönkunum út í hrunið 2008.

Við gætum rætt hvernig Íslenska ríkið notar hreina dulspeki og tál til að rústa þjóðinni með kerfisbundnum hætti allt þetta ár. Við gætum rætt þær þúsundir Íslenskra mæðra sem horfa á börnin sín týnast í kerfinu og alast upp hjá vandalausum, útaf því að rétthugsandi femínsitanorn skrifaði barnaverndarskjal, eða barnavaldaskjal.

Ég hef kynnst því og séð hvernig alls kyns fólk sem á sárt að binda eftir að kyrkislangan kramdi nærri því úr þeim lífið, hefur reynt að ná athygli grasrótarsamtaka og fjölmiðlafólks um alls kyns óréttlæti en talað fyrir daufum eyrum.

Þú þarft að vera í réttri gervigrasrót (Astroturf) eða vera tengdur réttum aðilum eða hafa réttar skoðanir, til að ná athygli. Egyptabarnaspuninn er spuni og ekkert annað, því þeir sem spinna, eru sjálfheilagir belgingar sem ræða engin raunveruleg réttlætismál. Það væri daglega hægt að draga fram sambærileg mál árið út og árið inn.

Íslenska Lýðveldinu, ríkinu okkar, hefur verið rænt, og ræningjarnir halda að einginn sjái í gegnum Covid lýgina.

Íslenska skrifræðið og Íslenskur sósíalismi meðal stjórnmálamanna, þykjustu-vísindamanna, embættisfólks og fjölmiðlamanna, er ein stór dáleiðandi kyrkislanga sem er að kremja djúsið úr menningunni okkar.

Þess vegna er ég svo hrifinn af Jússu Transkrýsu; Því hún sannar hvernig Þjóðkirkjan er orðin máttlaust og menningarlegt sósíalistaviðrini sem frá morgni til kvölds notar fornar og ábyrgar dyggðir og rýni, sem skeinipappír.

Varðandi flóttafólk til Íslands.

Þegar ég verð forseti verða settar upp flóttamannabúðir úr Íbúðagámum og þær staðsettar á Melrakkasléttu. Í grendinni verður úthlutað landi til sjálfsþurftabúskapar. Það verður kyrfilega auglýst um allan heim. Þær munu aldrei fyllast.

Tengd frétt er um hvað Katrín sagði og hvað Sigmundur sagði. Það er auðvelt að búa til orðaval og heimsmynd, með útdregnum (Abstract) orðavalshugmyndum og orðhengilshætti. Ég hef sjálfur gaman af hugmyndafræði, en ég þekki lífið og lesendur mínir einnig. Ég nota forna fjölkynngi til að hlífa póstum mínum við lesningu óhreinna.

Fólkið sem stjórnar okkur hefur aldrei þurft að kynnast lífinu, öll elítan er alin innan elítunnar og hefur fengið allt á silfurfati og hefur firrt sig allri ábyrgð. Það eru örfáar sósíalistafjölskyldur sem hér ráða öllu og börn þeirra sem nú hafa öll völd eru gjörsamlega veruleikafirrt; Lesandinn veit þetta.

Nú veistu líka hvað ég sagði, svo ég bæti við. Þegar ég verð forseti, verða elítubörn send í fiskvinnslu og/eða skógrækt áður en þau fá embætti eða komast á framboðslista.