19.7.2015 kl. 17:14
Minnisglósa í umræðuhitanum
Ég á hitann undir jörðinni, rétt eins og þú. Ég á rafmagnið í ánum á landinu, rétt eins og þú. Mér tilheyrir allur vonar-afli hafsins, rétt eins og þér. Ég á þetta allt.
Ekki elítan og ekki klíkurnar og ekki „leynifélagið sem er hættulegt að nefna á nafn og allir elítusjéffar og valdahöndlarar eru meðlimir í og alþjóð heldur að sé saklaus karlaklúbbur.“
Ég á þetta allt saman, sameiginlega með öðrum Íslendingum og ég veit vel að allir umræðuspunar eru til að draga athygli mína frá þessu. Ég veit vel að hægt er að breyta ástandinu á einu sumri en fólk virðist of vel menntað til að sjá hið einfalda.