8.9.2020 kl. 19:26
Af Móse, Elía og Jesú
Þegar Móse gekk í gegnum Rauða hafið og þegar hann tók við Guðdómlega sattmálanum var vissulega um mikinn atburð að ræða. Á bak við atburðinn var hins vegar röð atburða sem saman höfðu meiri vitnisburð og víðari áhrif.
Þegar Jesú var staurfestur (ber að ofan) og þegar hann sannanlega var ódeyddur eða upprisinn, var annar atburður ekki síður stór en fjögur árin á undan hafði starf hans haft einnig víðtækari og dýpri áhrif.
Fólk í dag veit fátt um þjónustu Elíja en hið sama á við um hann einnig. Umfram allt þarf maður að sjá að starf þessara þriggja öflugu spámanna Guðs hafði sannað eitthvað fyrir meginþorra manns áður en stóru viðburðirnir gerðust í sögulok þeirra (en grafreitir þeirra allra eru óþekktir).
Allir þrír höfðu unnið þannig starf að allt fólk á risastórum svæðum áttaði sig á þeim elítublekkingum sem var kerfisbundið beitt gegn vitund fólks og þegar útsendarar elítunnar rithreinsuðu sögurnar og hönnuðu serímóníurnar síðar, var eingöngu horft á lokasenurnar en ekki vitnisburðinn sjálfan og dýpt hans.
Tökum þrjú einföld dæmi.
Á dögum Móse voru Hebrear (eða eingyðisfólk) fjölmennara en Egypska þjóðin (sem var í raun fámenn yfir- og millistétt) og Móse var vel þekktur um allt heimsveldið og virtur. Á dögum Jesú var litið á Gyðinga sem Babýlónískan sértrúarhóp en ekki arftaka Hebreanna. Á dögum Elía var hugtakið "Baal" eða "Astarte" prestur skammaryrði um Hebreska presta sem viðhöfðu villukenningar í verki en skinhelgi við almenning.
Enginn veit í dag hvað Guðdómlegi sáttmálinn er, hvaða frumspeki hann byggist á, né treystir loforðum hans. Enginn veit í dag hvað réttlæti er hvað þá heldur hvernig það sé skilgreint.
Hef fleira um þetta að segja en engill Guðs hefur gert mér ljóst að ég eigi að hætta opinberum vitnisburði, í það minnsta um sinn. Ég má þó blogga um veraldlega vitleysu til að halda sönsum.
Að lokum má samt minna á að fjórðungur af þjónustu Jesú var að sanna hversu illir andar höfðu tekið sér bólfestu og að vald þeirra væri takmarkað. En heilunar- og hreinsunarverk hans hafði að gera með Guðdómlega sáttmálann en ekki Jesú sjálfan.