16.7.2015 kl. 18:07

Hver ákveður að sprauta þig niður

Ég er eins og samlandar mínir háður þeim fréttaflutningi sem spýtt er á skjáinn hjá mér, hvort sem skjárinn er prentaður pappír sem troðið er í bréfalúguna eða rafrænn pappír á tölvuborðinu eða sjónvarpsborðinu.

Hver spuninn rekur annan og hver fréttaviðburðurinn kemur á fætur öðrum. Viku eftir viku og ár eftir ár; þar til vitið dofnar og hugurinn sofnar. Smám saman gleymir maður að gramsa á bak við línurnar í fréttavaðlinum. Hvað er falið?

Í gær var mér sagt að búið væri að samþykkja lög sem hvergi er mótmælt og ég var minntur á það aftur í dag. Ég ræði við margt fólk þegar ég er á ferð í samfélaginu. Fólk er í mínum augum samfélag og afgreiðslufólk er í mínum augum manneskjur en ekki róbótar. Engan hef ég heyrt minnast á þetta.

Vissir þú að núna getur Valdstjórnin svipt þig sjálfsforræði, vistað þig á stofnun, og sprautað þig niður, ef tal þitt og texti er henni vanþóknanleg? Tókstu eftir að þegar valdastofnun skaut Sævar þá kom önnur valdastofnun og réttlætti það.

Vissir þú að til er valdastofnun sem var reist til að vera varðliði á milli okkar og valdamisnotunar? Henni er lýst í stjórnarskránni sem allir hafa lesið.

Hefurðu tekið eftir hversu vinsælt er að dímonisera þá sem hugsa rangt og tala rangt? Sami sálar-þroski og á tímum Sovétríkjanna, Fasistaríkjanna og Kaþólsku ríkjanna. 

Tókstu eftir þegar valdastofnun ofstótti Sunnu, önnur valdastofnun tók þátt í því, þriðja valdastofnun dæmdi hana; og fjölmiðlastofnunin dímoneraði hana? Síðan hvenær þótti Íslendingum sjálfsagt að ofsækja mæður?

Hefurðu tekið eftir að innprentunarvélarnar hafa heilaþvegið okkur til að trúa að valdstjórnir séu altrúismi? Fullt af fólki veit betur, en það er jaðrað, og bráðum verður það sprautað niður. 

Haltu kjafti, hugsaðu rétt, og keyptu þér sólarlandaferð. Varastu að ferðast á þau svæði þar sem 80% heims-þjóðarinnar lifir; þá gætir þú séð hvernig þar er að vera til, og skilið að veraldleg lífsgæði þín eru verðlaus blekking.