27.8.2020 kl. 19:48
Menningin skelfur og titrar og skelfingin breiðist út
Hef áður bent á margt sem er að rifna á saumunum, auk þess að hafa síðustu árin lýst því ítarlega - bæði á Ensku og Íslensku - að það muni gerast og hvers vegna það gerist, án þess að fara sérstaklega í trúarlegt efni eða spádóma heldur með greiningu á menningunni sjálfri og sögu hennar, allt frá sagnfræði til viðurkenndrar dulspeki.
Tengd frétt er aðeins lítið dæmi um hvernig einstaklingar eru að missa innra jafnvægið og sjálftælast út í örvæntingarfulla hegðun.
Húmanisminn hefur eytt áratugum í að telja okkur trú um að dulspeki sé bara fyrir fávita og óraunsæja. Sem er í sjálfu sér fávitaskapur þeirra sem ala okkur upp í skólum, fjölmiðlum og afþreyingarefni. Á sama tíma breyttu þeir raunvísindum í vísindadulspeki og endurnefndu sem vísindi.
Maðurinn þrífst ekki án dulspeki en hún er sneið innan frumspekinnar sem aftur er grundvöllur hinnar meðvituðu og hugsandi manneskju. Dáleidd Manneskja hættir að þrífast og breytist í steinrunna Mannveru. Þegar maðurinn hættir þannig að þrífast þá hætta dýrin sem eru háð honum að þrífast og smám saman fer veðraríkið að riðlast og gáran breiðist út.
Eins og dulfræðingar vita er sköpunarverkið háð andlegri heilsu mannsins. Allt tengist öllu öðru og það er fleira á himni og á jörð en Húmanistastrumpur mælir.
Síðustu daga hef ég séð fáeinar fréttir þar sem dýr í dýragörðum eru að sýna talsverð einkenni streitu, þunglyndis og önuglyndis, auk þess að sjálfsagi fólks er að hrynja. Ekki er allt þetta sýnilegt Íslendingum ef þeir lesa og horfa einungis á skrúvjú miðlana hérlendis sem eru orðnir verri en lélegur brandari.
Vaðvaranir af þessu tagi eru aldrei gefnar af dulspekingum í þeirri von að fjöldinn vakni eða sendiboðinn sé að leita sér fylgis, heldur að fólk sem skilur viðvaranir geti brugðist við og þá sem einstaklingar. Það tekur níutíu sekúndur.
Því miður virðast fjölmiðlar hérlendis vera í keppni um að sýna borgurum landsins að allt sé í stakasta lagi, hverjir séu að breyta eldhúsinu sínu eða djamma eða deita eða fara í útivistir og ferðalög, en ýta til hliðar fréttum af efnahagshruni, upplausn heimila, og dáðleysi kommúnistanna sem hafa stolið bæði fjölmiðlunum og Lýðveldinu.
Orðin "menningin er hrunin" sem margir hafa vafalaust tekið eftir að ég nota reglulega, snýst um innviði þess að vera manneskja í samfélagi við annað fólk, að skilja að "menning" er "saga mannlegrar hugsunar" og að sú saga á sér fortíð og framtíð, sem saman skapa nútíðina.
Þegar ég segi framtíð, þá er ég ekki að ræða um hið óþekkta eða hið óvænta eða hvort einhver galgopi eða tælingameistari eða tilfinningaheft spákerlíng rugli mann í ríminu; Heldur hvar maður sér sjálfan sig og menningarumhverfi sitt í framtíðinni, hvert vilji manns stefnir og hvernig innsæið vinnur með það.
Þannig stendur hinn viti borni maður í jafnvægi með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni og þannig klofvega yfir núinu. Allir sem segja þér að "finna núvitund" eða staðsetja þig í núinu, eru heilaþvegnir fávitar sem lásu of mikið af Tavistock áróðri.
Lykilinn er að átta sig á kærleika og visku nornanna þriggja, Urðar, Verðandi og Skuldar. Þeirra þriggja vætta sem jafnvel englar umgangast af virðingu.
Mjög fátt fólk í nútímanum veit hvernig Tavistock stofnunin hefur í áratugi unnið að því að véla Húmanistabörn inn í samstillta andlega vitund. Ég hef ítarlega greint þetta og fjallað um, en það voru erlendir menningargreinendur sem komu mér á sporið.
Varðandi fjölmiðladjókið sem við erum mötuð af hér heima; Allar erlendar fréttir hérlendis koma frá "Project Syndicate" fjölmiðlahópnum sem George Soros kom á fót, einmitt í þeim tilgangi að halda öllum við sama hugartrogið.
Allt sem hér er ritað hefur áður verið margútskýrt ofan í kjölinn og er aðgengilegt í myndskeiðasafninu mínu. Titringurinn sem nú er í gangi hefur ekkert með heimsendi að gera, því honum lauk 1975.
Við erum að upplifa dauðahryglu rotinnar heimssýnar en áhangendur birtingarforma hennar eru í ofboði að halda í rotnandi bygginguna. Almúginn hins vegar veit ekki hvernig hann á að snúa sér, því hann hefur í dáðleysi treyst þessari elítu fyrir uppeldi sínu í áratugi.
Líttu í kringum þig; Það eru til þúsundir fólks í kringum þig sem framangreind lýsing á ekki við; Fólks sem hefur varðveitt sál sína, menntað huga sinn, sinnt líkama sínum og agað greind sína, og kann að standa klofvega á ísjökunum tveim í fljótinu. Ræktaðu tengsl þín við þetta fólk.
Þó ég sé með smávegis "told you so" í þessu, þá er það ekki dyggðamerking, heldur ábending. Því ég er ekki sá eini sem hefur varað við menningarhruni síðustu árin, en margir í þessum hópi hafa gert efni sitt aðgengilegt, í þeirri trú að það geti styrkt aðra.
Taktu t.d. eftir að ég forðast að ræða trúmálin í færslum mínum í sumar og held þeim aðskildum. Fólk sem þekkir mig úr bæjarlífinu veit að ég ræði aldrei trú mína nema vera spurður út í hana. Við erum hér að ræða menningu og hvað hún er og hvort hún skiptir okkur máli.
Umfram allt hvort við eigum samfélag eða ekki, óháð því hverju þú trúir eða ég.