24.8.2020 kl. 13:05

Áhugaverð tímamót Conway fjölskyldunnar

Kellyanne Conway hefur verið mikilvægur þáttur í ríkissmiðju Donald J. Trump síðustu fjögur ár og það hefur vakið mörgum vissa undrun hvernig George Conway eiginmaður hennar snérist opinberlega gegn forsetanum.

Sósíalista miðlar hérlendis - sem í dag eru allir meginmiðlarnir - hafa ekki oft sparkað í Kellyanne, enda varla hægt. Þessi fágaða kona er þekkt að dyggðum einum, en svo er einnig um húsbóndann.

Margir halda reyndar að andstaða George við Trump sé áróðursbragð og viðurkenni ég að hafa velt því fyrir mér. Þetta fólk er þekkt að því að vera snillíngar í að koma sér á framfæri og halda sér á sjóndeildarhringnum.

Það er hins vegar augljóst að hjónin eru bæði að draga sig í hlé frá sviðsljósinu til að helga sig fjölskyldunni og maður óskar þeim alls hins besta og vonar að engin veikindi séu komin upp, og ef svo sé að það verði létt barátta.

Undanfarin fjögur ár hafa sósíalistamiðlar setið um Trump og fylgjendur hans eins og óðir vargar, eins og allir vita. Sérstaklega hefur borið á því í sumar að allar klær eru úti til að rífa Trump niður, gera grín að honum, væna hann um gildisfátækt og fleira í þeim dúr.

Á sama tíma er varla ein einasta frétt birt af kjánalegum hegðunum Joe Biden eða rýnt í vafasaman feril hans, eða vitfyrrtar yfirlýsingar.

Enginn þessara miðla greinir hvernig Trump er eini þjóðarleiðtoginn sem með raunhæfum hætti hefur barist gegn eitri reglugerða-marxismans í fjögur ár og nú síðasta hálfa árið staðið gegn Kjánaplágunni og er rétt eins og Pútin og örfáir aðrir að sýna fram á lýgina og vinda ofan af henni.

Þvert á móti sitja sósíalistar um hvert tækifæri til að rífa niður ríkisráðsmenn (Statesmen) sem eru að iðka ábyrga ríkissmiðju (Statecraft) og standa gegn alþjóðahyggju óábyrgra og ógegnsærra alþjóðastofnana kommúnismans sem hafa allar götur síðan 1850 stefnt að því að rústa þjóðríkjunum.

Tökum einn skemmtilegan snúning á sálfræðinni varðand Conway fjölskylduna og ábyrga Íhaldsstefnu. Meðal Íhaldsmanna um allan heim, sem fylgst hafa með stuðningi Kellyanne við forsetann og andstöðu George manns hennar við hinn sama, að það hefur á engan hátt sundrað samheldni þeirra sem fjölskyldu, né heldur valdið usla innan Íhaldsstefnunnar.

Berðu þetta saman við kommúnista gengin og sósíalista umræðurnar.

Í leiðinni langar mig að minna á grein mína "Íhald í krýsu" sem ég skrifaði á hreinberg.is í fyrrahaust og fékk birta í Morgunblaðinu. En ég hef reglulega bent á það undanfarið ár að mikil þörf sé á því að endurreisa Íhaldsstefnu hérlendis og hvernig það væri þá best gert.

Það er áhugaverð viðleitni í gangi í þessa átt, annars vegar í Íhaldsdeild sem stofnuð var í Sjálfstæðisflokknum skömmu eftir birtingu greinar minnar og hins vegar í Frjálslynda félaginu sem Jóhannes Loftsson fer fyrir.

Sjálfur læt ég mig dreyma um alvöru Íhaldsflokk sem þróar agaða orðræðu án tillits til vinsælda og hópastarfs. Slík orðræða agaðs gildismat, veitir stóra flokknum aðhald og vaktar þegar opinberar umræður fara úr böndum raunhyggju yfir í yfirborðsrökhyggju.

Þeir sem þekkja skrif Jóns Þorlákssonar um Íhaldsstefnuna, frá því fyrir öld síðan, vita hvað ég á við. Því þó að hann hafi tapað baráttunni fyrir að við hefðum litla og stóra íhaldsflokkinn, þá sjá Íhaldsmenn í dag að raunsæi hans hitti naglann á höfuðið.

Þetta er uppskriftin sem stöðvar skemmdarverk kommúnismans.