16.5.2015 kl. 00:54

Spuni er aðeins spunninn ef rokkurinn er reiðubúinn

Þegar Borgarahreyfingin spratt fram voru margir Íslendingar vongóðir um nýjan blæ fyrir stjórnmál LýGveldisins. Fólk heyrði nýjar raddir sem töluðu eins og fólk en ekki eins og atvinnu siðleysingjar.

Enginn spurði hins vegar hvernig ráðgjafar elítunnar sem eru boðkerfið á milli hennar og skuggavaldsins vinna þó það sé augljóst þeim sem fylgst hafa vandlega með þróun mála hérlendis og erlendis í gegnum áratugina og jafnvel aldirnar.

Boðkerfið virkar þannig að skuggavaldið, og klárir elítuliðsforingjar, spyrja sjálfa sig hverjir séu vinsælustu raddirnar í nýjum grasrótarhreyfingum. Síðan hverjum þeir séu skyldir, hverjum þeir voru með í skóla, hverjir hafa deitað hverja, og að sjálfsögðu er skoðuð eignastaða og skuldastaða. 

Þá er hafin rýni í persónuleikann og sögu hans. Sérstaklega er skoðað hvað hvetur og hvað letur með tilsjón til ótta og að lokum er sérstaklega skoðuð hégómagirndin. Niðurstaðan er ætíð þessi; við hverja tölum við sem viðkomandi hlustar á og hvernig náum við valdi yfir viðkomandi. 

Þá er sérstaklega rýnt í hvort einhver meðhöndlanlegur sé vinsæl rödd og hvort vinsæl rödd sé treg í taumi. Síðan er unnið eftir þessum niðurstöðum á bak við tjöldin en jafnframt notaðar boðleiðir á ritstjóra til að vinna i mismunandi spunum í gegnum fjölmiðla til að hefja mótun á a) smala réttu forystusveitinni fremst í grasrótarhópinn og b) viðhorfum almennings sem aftur móta viðhorf (og vinsældadans) hópsins.

Horfum nú á Borgarahreyfinguna að nýju frá þessum sjónarhóli og spyrjum okkur; hverjir splundruðu henni og breyttu um kennitölu? Spyrjum jafnframt hvort nokkuð málefnalegt hafi komið frá þessu fólki annað en þras og barnalegar yfirlýsingar og á víxl sakleysishjal og eiturspjót?

Horfum því næst á kosningapunana 2013 og í þetta sinn bætum við hvernig skoðanakannanir eru notaðar til að veiða fram rétt svör. Þar á ég annars vegar við hvernig spurningar eru mótaðar til að framkalla söluvænlegar niðurstöður og hins vegar hvernig gröf og greinargerðir úr könnunum eru matreiddar til að mynda ákveðna sýn frekar en að upplýsa.

Með þetta í hugar er skemmtilegt að horfa á spurningavagnana og niðurstöður þeirra á nýjan leik og um leið að skoða áhrif þeirra. Í slagnum fyrir kosningar 2013 var nokkuð skýrt hvernig framkoma fjölmiðla, bæði greinar og viðtalsþættir, voru notuð með hnitmiðuðum hætti til að sýna frambjóðendur og flokka í viðmótshönnuðu ljósi.

Jafnframt sást vel hvernig ýmsum smáframboðum sem voru málefnaleg og áhugaverð var beinlínis ýtt til hliðar og hættulausasta smáframboðið beinlínis markaðssett eins og krúttlegir sauðir á hrútasýningu. Allt frá þeim degi sem smáhóparnir, ýmist splundruðu eða voru jaðraðir (marginalize) hefur verið áhugavert að fylgjast með niðurstöðunni.

Í fyrsta lagi hefur þessi spunaflokkur sem var beinlínis framkallaður eins og ljósmynd af gamalreyndri slides filmu allt frá sínum fabrikkeraða kosningasigri haldið utan um sneið óánægjuraddar kjósendahópsins.

Eins og allir áhugamenn um samfélagsþróun vita þá er stór sneið óánægjuraddar í samfélaginu og er þessi sneið kyrfilega tjóðruð við hina vígreifu sakleysingja sem nú ganga um þingsali með brosið út að eyrum, trúandi þvi að skoðanakannanaspunarnir séu að segja eitthvað sem elítunni sé illa við þegar raunin er önnur.

Nokkur stór málefni eru uppi á borðum sem eru eldfim ef úti í samfélaginnu myndi stofnast nýtt afl á borð við það afl sem Borgarahreyfingin leit út fyrir að verða áður en henni var splundrað. Öllum þessum málum og þeim sem vilja vinna í þeim er í dag smalað inn í króna hjá krúttsauðunum, elítunni að meinalausu.

Hið fyndnasta af öllu er; allir [virðast] trúa spunanum.