12.8.2020 kl. 17:05

Sjötíu þúsund óspurðar vísindaspurningar

Hversu margir deyja árlega hérlendis af Inflúensu síðustu sjötíu ár? Hversu margir hafa veikst af Inflúensu árlega hérlendis síðustu sjötíu ár og hversu margir þeirra voru bólusettir? Hver er samanburðartölfræði Inflúensu og Covid 19 smita hérlendis og hvert er dreifingarhlutfall veikra, alvarlega veikra og dauðsfalla eftir aldursdreifingu eða tekjum og starfstegundum?

Hver er framleiðandi og umboðsaðili þeirra Inflúensu bóluefna sem notuð eru hérlendis síðustu sjötíu ár? Eru einhver tengsl milli þessara kaupa og Bill and Melinda Gates foundation eða AmGen eða ÍE?

Hverjir voru yfirliggjandi sjúkdómar þeirra sem fengu Covid 19 veikina - ekki skimun?

Hversu margir þeirra sem veiktust af Covid 19 í ár fengu Inflúensu bólusetningu síðustu tuttuguogfjóra mánuði? Hvaða bóluefni stöðvar Berklasmit? Hversu margir hafa veikst af Inflúensu síðustu tólf mánuði hérlendis? Hvaða aðrir sjúkdómar hafa svipuð tjáningareinkenni og Covid 19 og hver er aðgangurinn að því hversu margir hafa verið skráðir veikir af þeim sjúkdómum (ásamt dauðsföllum) síðustu tólf manuði og ennfremur, hver er samanburður ársins í ár við síðustu fimm ár?

Hefur nokkur dyggðamerktur blaðamannasósíalisti spurt einnar af þessum spurningum? Hvar kemst ég í ónotað eintak af kennslúbókinni "Gagn og gaman?" Sísí sagði Óli ...