16.4.2015 kl. 21:21

Óbreytt morð eða stikkfrí dómsmorð

Allt er nú til í heimi hér þegar kemur að því að vekja á sér athygli. Björt framtíð er ekki stjórnmálaflokkur heldur græðlingur út frá öðrum flokki. Þar er engin grunnstefna og inni fyrir er engin festa.

Engin rök ætla ég að færa fram fyrir þessari alhæfingu minni enda dugar mér að horfa á aðstoðarmann forystusauðsins en um þann heiðurslausa mann er mjög ítarlega fjallað í bók minni Varðmenn kvótans - bók sem hlutaðeigandi aðilar hafa ekki þorað að hrófla við.

Ég hef aðeins eitt um þær fáránlegu tillögur að ræða sem tengd frétt minnist á; þegar menning glatar sýn og innihaldi eykur hún glundroða fáránlegra laga og missir sjónar á eðlilegu réttarfari.

Axel Pétur Axelsson hefur nýlega gert hvorutveggja góð skil í nýlegum myndskeiðum á Youtube rásinni frelsiTV, svo vitnum frekar í efnið frá honum. Athugið að síðara myndskeiðið er stillt á að byrja á réttum stað inni í myndskeiðinu hálfnuðu.

 

 

Ég hef margt um Íslenskt réttarfar að segja og er margt af því þegar í handriti þar sem ég fer ítarlega í gegnum mitt eigið dómsmál en ég er ekki tilbúinn að fara nánar í þá sálma að svo stöddu.

Hafðu í huga að „Lýðveldið Ísland“ lét nýlega lögregluþjón á sínum snærum dæma borgara Lýðveldisins til dauða. Dauðadómur var framkvæmdur samdægurs þannig að lögregluþjónn, í umboði stjórnstöðvar, í umboði Ríkislögreglustjóra, í umboði Innanríkisráðherra, í umboði Forseta Lýðveldisins, skaut Sævar til bana með byssukúlu, á færi.

Pólskir kommúnistar notuðu gúmmíkúlur og táragas við sömu aðstæður. Íslenska Lýðveldið - sem réttnefnist Íslenska Lýgveldið - notar stálkúlur og vélbyssur. Ríkissaksóknari Lýðveldisins hvítþvoði allan fyrrgreindan tröppugang eftirá.

Á héraðsþingi aprílþings í suðvestur héraði Þjóðveldis - í apríl 2015 - var ákveðið að leggja eftirfarandi tillögu undir Alþingi Þjóðveldis á komandi Þjóðveldishátíð á sumarsólstöðum 2015 (þriðja hátíð frá stofnun Endurreists Þjóðveldis).

Tillagan er sú að opna fyrir móttökur á Útlegðarkærum til Útlegðardóms fyrr en áætlað var. Eins og þeir vita sem lesið hafa stjórnarskrá Þjóðveldis er útlegðardómur endurreistur.

Ekki er búið að virkja þetta ákvæði enn sem komið er og verður væntanlega ekki um sinn, hins vegar má opna fyrir kærur til dómsins og getur hver sem er (af borgurum Þjóðveldis) lagt fram kærur. Eins og komið er má bæði leggja kæruna fyrir Alþingi Þjóðveldis eða á heimahéraði.