12.7.2020 kl. 18:32
Að blogga, eða skrifa, eða ekki blogga, eða rýna[st]
Stundum þegar ég hef bloggað hérna á þorpstorginu, hef ég lesið færslur sem ég hef verið ánægður með inn á myndskeið fyrir vídjóbloggið mitt. Hér áður hafði ég sitthvora myndskeiðarás á ensku og íslensku, því það þurfti að skamma heiminn mjög hraustlega fyrir fáeinum misserum.
Nú skil ég betur að heimskur heimur þrífst á athyglinni svo betra er „lófinn og reglustikan“ þegar mikið liggur við og þá er sjaldnar oft betra.
Það er oft erfitt að átta sig á hvernig maður vill hafa þetta og þar slípa árin mann betur en rökhyggjan. Ef það er á fésbókinni eða tístgreininni, þá er það bara kryddað grín, ef það er á þorpstorginu þá er það athugasemd í dagstraumi tíðarandans.
Sé það eitthvað sem maður leggur meiri dýpt í en vill hafa frelsi flæðisins, fer það í myndskeið þar sem hugsað er upphátt, og það svo síðar fært í arkívið. Sé það eitthvað sem maður vill slípa smávegis, fer það á hreinberg.is eða logostal.com eftir hvaða lesendahóp maður stílar inná.
Ef málefnið er stærra, fer það í ritgerð eða bók.
Allt saman skiptir þetta þó engu máli þegar skilst að frumspekin ræðir við þann sem rýnir, að hún er ekki háð orðum, athygli, torginu, eða dagsljósinu, heldur kemur svart ljós undirdjúpanna undan faldi þess sem er slípaður.
Laó Tse sagði að vitringurinn þekkti allan heiminn án þess að nokkru sinni yfirgefa þorpið. Þannig þekkir einnig heimurinn spegil viskunnar í helli einsetumannsins sem hann firrist.
Salómón kóngur og æðstifrímúr frá Megiddó, sem reisti fyrstu viðurstyggðina á helgum stað, þurfti heila bók til að rita þetta og náði því ekki. Sem vonlegt var.