4.7.2020 kl. 12:53
Vísindadulspeki
Það hefur tekið mig um það bil mánuð að setja saman 65 síðna ritgerð (A4, 12pt) um heimsmyndina eins og hún birtist í dag í Kóróna hugstolinu miðju. Ritgerðin fær nafnið Vísindadulspeki og ástæðan fyrir nafngiftinni er rökstudd á 65 síðum.
Þó Covid-19 glæpurinn sé helmingur af efnistökum þá er hún auka atriði:
Við búum í dulspeki veruleika sem þykist vera vísindi og við munum súpa afleiðingar af því þegar sú dulspeki mætir veruleikanum. Á meðan múrar borgarinnar standa, komumst við upp með alls kyns vitleysu en á meðan vitleysan varir fá múrarnir ekkert viðhald.
Ég er búinn að lesa upp ritgerðina í myndskeiði og setja á YouTube (sjá hér) en ég minni á að ég geymi myndskeiðin mín ekki til frambúðar á þeim stað heldur færi þau reglulega í safnþró á archive.org (sem er tengt frá útgáfu vef mínum not.is).
Ég mun á næstu dögum setja vélritaða efnið á hreinberg.is og þar mun ég einnig gera mp3 útgáfu af upplestrinum - þegar ég er búinn að hvíla mig eftir átakið. Upplesturinn er hálfur sjöundi tími og óþarfi að tíunda efnið nánar, utan að ég tefli Vísindum gegn vísindum.