14.5.2020 kl. 10:08
Hentu drengnum út
Menningin hefur alltaf leyst erfið mál með því að skipa únglingum: Út að vinna. Tölvuleikir eru ekki fíkn, þeir eru flótti frá merkingarleysi og aumingjaskap umhverfisins.
Allir sem lent hafa í því að vera skikkaðir til að manna sig upp, segja síðar hið sama, og hefur verið sí-endurtekið í aldir, að þetta er besta ráðið.
Við búum hins vegar í uppeldisáhrifum Frankfúrt Skólans, sömu menningarklíku og lætur okkur trúa að áróður og abstract heimssýn sé Farsótt.
Það birtist dálítið skemmtilega í tengdri frétt:
Bréf móðurinnar er orðabugl manneskju sem var alin upp við úrvals menntun en getur ekki sett saman texta og svar blaðamanns er orðakvak manneskju sem trúir á sósíalismann í blindni og fóðrar innihaldsleysið með langloku.