24.4.2020 kl. 12:12
Beðið fyrir Ian R. Crane
Ian Crane er mörgum góðkunnur fyrir áralanga baráttu hans fyrir opinberum heiðarleika og ábyrgð (Accountability). Margir hafa séð ágæta fyrirlestra hans t.d. á Open Minds ráðstefnunni í Kaupmannahöfn.
Innan samsæringaheimsins er Ian einn af þeim sem er ekkert í mystískum getgátum og meira fyrir að hafa báða fætur á jörðinni, nota augun til að rýna í mælanlega hluti en hafa þriðja augað á dulspekinni. Aðferð sem ég held að gefist öllum ágætlega.
Undanfarið ár hefur Ian mest horft á 5G og einnig rýnt talsvert í hvernig stóru lyfjasamsteypurnar (Big Pharma) leggja í einelti fólk sem hefur skilað árangri í krabbameins meðferðum án þeirra blessunar, og t.d. Franska og Breska ríkið taka þátt í ofsóknum og brjóta jafnvel eigin lög í leiðinni.
Fyrir áramótin tilkynnti Ian á vinsælli YouTube síðu sinni að lítið myndi heyrast í honum í vetur því hann væri að hefja fyrirlestraferð um Bretlandseyjar og myndi einblýna mest á samskipti í grasrótarhópum sem til eru um allt Bretland.
Margir vita t.d. að Richard D Hall, sem er mörgum að góðkunnur fyrir framúrskarandi starf í gerð rannsóknarefnis um ýmis rekjanleg mál auk áhugaverðra viðtala við Breska og Velska jaðar-sagnfræðinga, fer árlega slíkar fyrirlestraferðir.
Mér hefur sýnst að grasrótarstarf og meðvitund víða um Bretlandseyjar sé verulega áhugaverð, í það minnsta í samanburði við eyðimörkina hér heima. :)
Eftir áramótin tókum við mörg eftir að það var óeðlileg þögn í kringum Ian en nýlega kom í ljós að vinir hans hjá UK Column, sem gera framúrskarandi fréttaskýringar tvisvar til þrisvar í viku, eru í sambandi við hann og fréttir bárust.
Í febrúar greindist Ian með krabbamein sem á örskömmum tíma - eins og hann orðaði það í viðtali - tók allan líkama hans yfir með leiftursókn. Hann hefur síðustu vikur legið nánast fyrir dauðanum en hefur notið framúrskarandi aðhlynningar (að eigin sögn) hjá heilbrigðisfólki og síðustu fréttir voru að hann væri ögn hressari.
Í viðtali við Ian er þó engan bilbug á honum að finna, stríðsmaður sem hann er. Það breytir ekki því að við höfum vel efni á að hafa hann á bænalistanum okkar.
Ég hef ekki tekið þátt í 5G baráttunni sem hefur síðustu tvö ár farið veldisvaxandi um allan hinn vestræna heim. Ég stekk ekki á hluti fyrr en ég er viss. Undanfarið hef ég þó fengið persónulegar ábendingar frá vinum í Evrópu sem er að kvarta yfir sífellt meiri andlegri, tilfinningalegri og taugalægri veiklun, og sér einnig einkenni á köttum og hundum.
Einkennin eru margvísleg og mjög oft býr þetta fólk í íbúðum sem eru nærri 5G möstrum. Þó hellingur sé til um þetta á netinu, þá tekur maður viðbragð þegar fólk sem maður þekkir að árvekni og heiðarleika fer að kvarta á eigin skinni.
Síðustu tvo mánuði hef ég sjálfur tekið eftir minni fókus en áður hjá sjálfum mér og meiri tilhneigingu til hringhugsana sem erfitt er að losa um. Svo ég ákvað að taka sénsinn og slökkva á 5G ráternum og 5G smartsímanum hálfan dag.
Árangurinn fannst því sem næst samstundis og mætti lýsa nánar en það skiptir engu.
Eftirleiðis verður slökkt á þessum tækjum hjá mér í það minnsta hálfan sólarhringinn. Einnig sendi ég Ian R. Crane allar mínar bestu hugsnir. Án manna eins og hans væri góða baráttan löngu töpuð.